Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.2017, Page 22

Skinfaxi - 01.03.2017, Page 22
22 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Ýmislegt um landsmót DGI • Fyrsta landsmótið var haldið árið 1862. Eingöngu var keppt í skotfimi. Danir höfðu þá barist linnulítið við Prússa um yfirráð yfir Slésvík frá árinu 1848 og var hæfni í skotfimi afar mikilvæg. Æfingar í skotfimi skiluðu Dönum samt litlum árangri því að Austurríkismenn komu Prússum til hjálpar í baráttunni um landssvæðið og höfðu sigur árið 1864. • Landsmót DGI er stærsti viðburðurinn sem haldinn hefur verið í sögu Álaborgar. Þátttakendur voru 25.127. • 4.000 sjálfboðaliðar frá 135 félögum á Norður-Jótlandi unnu á landsmótinu. • Tónlistarfólk tróð upp á 37 tónleikum á meðan landsmótið stóð. DGI er systursamtök UMFÍ í Dan- mörku og má segja að það sé UMFÍ Danmerkur. Góð samvinna og vinskap- ur er á milli samtakanna og koma margar fyrir- myndir að verkefnum UMFÍ einmitt frá DGI. Í maí 2015 fór stór hópur ungmennafélaga í heimsókn til DGI til þess að kynna sér verk- efni og störf þess. Var ferðin styrkt af Evrópu unga fólksins. Í ágúst 2015 kom svo stjórn DGI í heimsókn til Íslands til að kynna sér og upplifa Unglingalandsmót UMFÍ. Heimsókn sambandsaðila UMFÍ og starfsfólks UMFÍ í júní sl. var í sama tilgangi, þ.e. að skoða undir- búning og mótshald DGI. Þetta árið fór hópur 46 Íslendinga frá sam- bandsaðilum UMFÍ utan að kynna sér mótið. Með í för var Sigríður Svavarsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Skagafirði. Hún og aðrir Skag- firðingar, þar á meðal Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ og framkvæmdastjóri landsmóta UMFÍ, kynntu sér skipulagningu mótsins enda verður hið stóra Landsmót UMFÍ haldið á Sauðárkróki í júlí á næsta ári. Stefnt er að því að mótið á Sauðárkróki verði stórt og með bæði breyttu og nýju sniði. Samvinna og vinskapur UMFÍ og DGI Öflugur hópur frá UMFÍ á danska landsmótinu í Álaborg. Aldursskipting þátttakenda á danska landsmótinu 2017. 15–24 ára 25–39 ára 40–59 ára 60 ára og eldri

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.