Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.2019, Page 24

Skinfaxi - 01.03.2019, Page 24
24 SKINFAXI Kvikmyndagerðarmaðurinn og allra- handamaðurinn Óskar Páll Sveinsson hefur fylgt Veigu eins og skugginn í meira eða minna heilt ár og fylgt henni eftir í öllu sem tengdist kajakróðri hennar umhverfis Ísland og kynleiðréttingunni. Í myndinni eru viðtöl við Veigu, systkini hennar, vini og marga fleiri. Hjálpar- kokkar Veigu í myndinni eru engir auk- visar. Þau Kristín Ólafsdóttir og Pétur Einarsson eru framleiðendur, Sykurmolinn Margrét Örnólfsdóttir skrifar handrit og Högni Egilsson, tónlistarmaður í hljóm- sveitinni Hjaltalín, semur tónlist. Heiti myndarinnar er í samræmi við margt sem Veiga tekur sér fyrir hendur. Upp á íslensku heitir hún Á móti straumn- um en Against the Current á ensku. Stefnt er að frumsýningu snemma árs á kvikmyndahátíðum erlendis, annaðhvort í Bandaríkjunum eða í Evrópu. „Vonandi verður hún sýnd sem fyrst á Íslandi, helst fyrst á Ísafirði, áður en hún fer í ferðalag um heiminn,” segir Veiga. Frekari upplýsingar um Veigu Áhugasamir geta fylgst með Veigu á samfélagsmiðlum. Þar eru ítarlegar upplýsingar um líf hennar, breytinguna og fyrirlestrana sem hún heldur víða um land. Á vefsíðu Veigu er jafnframt hægt að hafa samband við hana og panta fyrirlestur. Ísland er eitt erfiðasta land í heimi til að róa í kringum, að sögn Veigu. „Þetta tók á. En ég sagði fyrir ferðina að þetta væri auðveldara en kynleiðréttingarferlið. Þetta var barnaleikur miðað við ferlið. Það er eitt það erfiðasta sem nokkur manneskja gengur í gegnum. Þá breytist allt í lífinu, bæði líkamlega og andlega. Við leiðrétt- inguna er testósterónmagnið í líkamanum keyrt niður í núll á mjög stuttum tíma og ég framleiði engin hormón lengur. Á sama tíma er estrógenið keyrt upp. Við þetta varð ég tilfinninganæmari en áður, upplifi hormónasveiflur og þarf minna til að fara að gráta og vöðvarnir rýrna. Hálsinn hefur minnkað um þrjá sentimetra og lærin stækkað um fimm því fitan fer að safnast á aðra staði og æðar þrengj- ast og ég því er kulsæknari en áður.” Orðin kulsæknari en áður Veiga í bíó um allan heim Heimasíða: www.veiga.is Facebook: Against The Current Iceland Instagram: against_the_current_iceland

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.