Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.2019, Side 37

Skinfaxi - 01.03.2019, Side 37
 SKINFAXI 37 Fyrir Alþingi liggur þings- ályktunartillaga um þjóðarátak í lýðheilsutengdum forvörnum. Fram kemur í greinargerð með þingsályktunartillögunni að helstu áhættuþættir í heilsufari Íslendinga séu hreyfingarleysi, áfengisneysla, reykingar og óheilsusamlegt mataræði. UMFÍ var á meðal þeirra sem skiluðu inn umsögn um tillöguna. UMFÍ fagnar því að málefni tengd lýðheilsu séu sett í fremstu röð og aukin áhersla lögð á málaflokkinn. Bent er á í umsögn UMFÍ að skynsamlegt sé að líta á forvarnir og lýðheilsutengd mál sem ákjósanlegt endamark sem gott sé að stefna að. Þar er um að ræða langhlaup sem byggja þarf undir og styrkja til að gera það viðráðanlegt svo að allir komist í mark. Stefna og reyndar allt starf UMFÍ miði að því að veita sem flestum tækifæri til þátttöku og að hvetja fólk til að velja ávallt hollasta kost sem í boði sé hverju sinni og draga með þeim hætti úr lífsstílstengdum áhættuþáttum. Vitnað er til lokaritgerðar Erlu Gunnlaugsdóttur frá Háskólanum á Akureyri en niðurstaða hennar var sú að forvarnaverkefni UMFÍ sé alltumlykjandi í starfi ungmennafélagshreyfingarinnar og verkefni sem sífellt þurfi að vinna að. UMFÍ vinni stöðugt að forvörnum en á hverju ári bætist við nýir árgangar ungs fólks sem þurfi að fræða. Forvarnaverkefnið sé því eðlilega endalaust. Eigi verkefni um bætta heilsu íslensku þjóðarinnar að verða að veruleika þurfi að mati UMFÍ að tryggja fjárhagslegan grund- völl þess og nærtækt sé að nýta þá reynslu sem nágrannaþjóðir okkar hafi aflað sér, byggja á þeim grunni sem sé til staðar í samfélaginu, styðja betur við þá stólpa sem starfsemin hvílir á og styrkja möguleikana til samstarfs. Ályktunina, greinargerð og umsagnir má lesa á vefsíðu Alþingis: www.althingi.is Alltaf til staðar Notaðu N1 punktana Þú færð afslátt og punkta með N1 kortinu N1 punktarnir eru inneign sem safnast hratt upp þegar þú verslar á N1 og gildir einn punktur sem ein króna í öllum viðskiptum við N1 um allt land. Ef þú ert ekki með N1 kort þá sækirðu einfaldlega um eitt í hvelli á N1.is. til að kaupa eldsneyti, gómsætan bita og kabolla eða til að lækka verðið á nýju dekkjunum enn meira. UMFÍ styður átak í forvörnum

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.