Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.2019, Page 42

Skinfaxi - 01.03.2019, Page 42
42 SKINFAXI UMFÍ heldur þrjú stór mót í samstarfi við sambandsaðila og sveitar- félög á nýju ári. Þetta eru Landsmót UMFÍ 50+, Íþróttaveislan og Unglingalandsmót UMFÍ. Búast má við mörg þúsund þátttakendum á viðburðunum þremur. „Næsta ár verður mjög stórt mótaár. Það verður mjög spennandi en krefjandi enda verða allir þessir stóru viðburðir UMFÍ á Suður- landi og suðvesturhorninu,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, landsfull- trúi UMFÍ og framkvæmdastjóri allra móta UMFÍ. LANDSMÓT UMFÍ 50+ Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið dagana 19.–21. júní 2020. Mótið er haldið í samstarfi við Ungmennasamband Borgarfjarðar og Sveitarfélagið Borgarbyggð. Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið hefur farið fram árlega síðan 2011 og er öllum opið sem verða 50 ára eða eldri á árinu. Boðið verður upp á skemmtilega keppni í ýmiss konar íþróttum, s.s. körfubolta, fótbolta og fleiri greinum. Keppni í boccía, stígvélakasti og pönnukökubakstri eru auðvitað fyrir löngu orðnar klassískar greinar á mótinu og njóta þær mikillar athygli á hverju móti. Fylgist með mótinu á www.umfi.is ÍÞRÓTTAVEISLAN Íþróttaveisla UMFÍ verður haldin í Kópavogi dagana 26.–28. júní 2020. Skrifað var undir samning þessa efnis í lok október. Þetta verður gríðarlega stór og fjölmennur viðburður. Að Íþróttaveislunni standa, auk UMFÍ, Kópavogsbær og Ungmennasamband Kjalarnes- þings í nánu samstarfi við stóru íþróttafélögin í bænum, Breiðablik, Gerplu og HK. Ljóst er að heljarinnar þriggja daga lýðheilsuhátíð er í vændum þar sem boðið verður upp á marga viðburði tengda hreyfingu og hressleika og má gera ráð fyrir fjölda þátttakenda sem njóta þess að prófa skemmtilega hreyfingu. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, sagðist við undirritun hlakka til Íþróttaveisl- unnar. Þar sé frábær aðstaða sem nýtist vel fyrir viðburð af þessari stærðargráðu. Fylgist með mótinu á www.ithrottaveisla.is UNGLINGALANDSMÓT Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi um verslunar- mannahelgina 2020. Mótið er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð. Þúsundir gesta mæta á mótið á hverju ári. Keppni er miðuð við aldurinn 11–18 ára og hefur ungmennum fjölgað í hópnum. Eins og alltaf verður fjöldi viðburða fyrir alla fjölskylduna alla verslunarmannahelgina. Til stendur að vera með skógarhlaup fyrir alla og bjóða upp á keppni í rafíþróttum. Fylgist með mótinu á www.ulm.is Sjáumst á heilmiklu mótaári 2020 Þátttakendur í viðburðum UMFÍ þurfa hvorki að vera skráðir í ungmenna- né íþróttafélag til að geta tekið þátt. Það eina sem þarf er að hafa áhuga á hreyfingu eða að láta drauminn rætast og skemmta sér með fjölskyldu og vinum á heilbrigðum og skemmti- legum forsendum.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.