Bókatíðindi - 01.12.1995, Side 55

Bókatíðindi - 01.12.1995, Side 55
ÆVISAGA ÁSTU SIGURBRANDSDÓTTUR Átakasaga í stríði og friði Margbrotin, einlæg OG ÓGLEYMANLEG ÆVISAGA! 4» VAKA-HELCAFELL Ásta Sigurbrandsdóttir hefur gengið í gegnum ótrúlegar raunir á langri og viðburðaríkri ævi. Hún ólst upp við kröpp kjör, lærði hjúkrun í Danmörku á árum síðari heimsstyrjaldar og varð síðan hjúkrunarkona skammt fyrir utan Berlín í lok stríðsins. Ásta fór ekki varhluta af hörmungum heims- styrjaldarinnar, lenti í loftárásum, þurfti að sækja særða út á vígvöllinn og bera á sjúkrahús — meðan skothríðin glumdi allt í kring. Ásta fluttist til Finnlands eftir stríð þar sem hún mætti enn mótlæti en gafst ekki upp heldur bar harm sinn í hljóði. Þótt Ásta hafi orðið fyrir erfiðri lífsreynslu horfir hún um öxl án beiskju og sér einnig spaugilegar hliðar tilverunnar, — ekki síst á sjálfri sér. Sigurbjörg Árnadóttir, fréttaritari Ríkisútvarpsins í Finnlandi, skráir frásögn Ástu af innsæi og látleysi svo að úr verður ævisaga sem er engri lík. SÍÐUMÚLA 6, 108 REYKJAVÍK VAKA-H ELGAFELL

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.