Bókatíðindi - 01.12.1995, Blaðsíða 28
Þydd skáldverk
ATBURÐIR VIÐ VATN
Kerstin Ekman
Pýðing: Sverrir
Hólmarsson
Áhrifamikil og spennandi
skáldsaga um dularfullt
morðmál. Bókin hlaut Bók-
menntaverðlaun Norður-
landaráðs 1994.
432 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-0879-6 (kilja)
Verð: 890 kr.
Bróðir Cadfael 4:
ATHVARF ÖREIGANS
Ellis Peters
Pýðing: Elín Margrét
Hjelm/Rósa Anna
Björgvinsdóttir
:
Fjórða bókin í bókaflokki
um þennan margfræga
miðaldamunk. Sögurnaraf
bróður Cadfael hafa hvar-
vetna náð miklum vin-
sældum og er höfundinum
Ifkt við Agötu Christie. Þær
eru ekki bara afþreying,
heldur bókmenntaverk um
leið. Gerðar hafa verið
sjónvarpskvikmyndir eftir
nokkrum bókanna, með
Derek Jacobi í aðalhlut-
verki. - Það veldur upp-
námi í klaustrinu þegar
ungur maður flýr þangað
upp á líf og dauða. Hann er
sakaður um rán og morð
en bróðir Cadfael setur sér
að leysa gátuna.
224 blaðsíður.
Frjáls fjölmiðlun hf.
ISBN 9979-840-25-0
Verð: 895 kr.
Á HÆTTUSLÓDUM
Jack Higgins
Þýðing: Gissur Ó.
Erlingsson
Stórfelldir viðskiptahags-
munir í Hong Kong og ban-
vænt leynimakk eru bak-
grunnur þessarar nýju
spennusögu. Sean Dillon
fær það verkefni að ná
skjölunum áður en Mafí-
unni tekst að klófesta þau
en hún á milljarða fjárfest-
ingar í Hong Kong. Dillon á
í höggi við miskunnarlausa
morðingja sem svífast
einskis til að verja hags-
muni sína. Kynþokkafull
aðalskona er í hópi þeirra.
Leyniþræðir Mafíunnar
liggja í kastala í dölum
skoska hálendisins þar
sem amerískur milljóna-
mæringur og mafíuforingi
hefur alla þræði málsins á
einni hendi.
207 blaðsíður.
Hörpuútgáfan
ISBN 9979-50-061-1
Verð: 1.980 kr.
ÁVALDI ÓTTANS
Bodil Forsberg
Pýðing: Skúli Jensson
Framtíðin var glæst, vina-
hópurinn stór, allir dáðust
að fallega heimilinu þeirra.
En samt hvíldi dimmur
skuggi yfir hjónabandinu...
Þau gátu ekki eignast barn.
I þessari sögu erfjallað um
málefni sem snerta marga.
Æskudrauma sem verða
að martröð angistar og
ásökunar. Styrk hjóna-
bandsins þegar mest á
reynir. Þetta er spennandi
saga með öllum þeim
óvæntu atvikum sem ein-
kenna bækur þessa vin-
sæla höfundar.
163 blaðsíður.
Hörpuútgáfan
ISBN 9979-50-062-X
Verð: 1.980 kr.
Bróðir Cadfael 2:
BLÁHJÁLMUR
Ellis Peters
Pýðing: Elín Margrét
Hjelm/Rósa Anna
Björgvinsdóttir
Önnur bókin í bókaflokki
um þennan margfræga
miðaldamunk. Sögurnar af
bróður Cadfael eru ekki
bara afþreying, heldur bók-
menntaverk um leið. Gerð-
ar hafa verið sjónvarps-
kvikmyndir eftir nokkrum
bókanna, með Derek Jac-
obi í aðalhlutverki. - Maður
er drepinn með jurtaseyði
sem bróðir Cadfael hefur
sjálfur bruggað og átti að
lina verki í lúnum beinum.
Þetta er nokkuð sem bróðir
Cadfael verður að rann-
saka.
224 blaðsíður.
Frjáls fjölmiðlun hf.
ISBN 9979-840-18-8
Verð: 895 kr.
BLÚS YFIR DAUÐUM
HUNDI
Neal Barrett Jr.
Pýðing: Ragnar
Hauksson
Þrælfyndin og meinspenn-
andi saga eftir sama höf-
und og metsölubókin
Bleikur vodkablús, sem út
kom í fyrra. Jack Track er
bæjarlögga í smábæ í
Texas og á ekki von á þeim
ósköpum sem yfir dynja -
og hefur auk þess sjálfur
ekki gullhreint mjöl í
pokahorninu. Og hvað er
þá til ráða?
256 blaðsíður.
Úrvalsbækur
Frjáls fjölmiðlun hf.
ISBN 9979-840-26-9
Verð: 895 kr.
DAGAR LJÓSS OG
SKUGGA
Consuelo Saah Baehr
Þýðing: Álfheiður
Kjartansdóttir og
Margrét Póra
Árnadóttir
Stórbrotin saga þriggja
ættliða palestínskra
kvenna. Miríam, Nadía og
Nijmeh verða allar ást-
fangnar af útlendum
mönnum og gjalda fyrir
28