Bókatíðindi - 01.12.1995, Side 68

Bókatíðindi - 01.12.1995, Side 68
Handbœkur koma til móts við fólk sem hefur lítinn tíma. En hún á líka að geta orðið hvatning til þess að taka sér tíma til þess sem skiptir miklu máli og má ekki sitja á hakanum í hröðu framstreymi daga sem eru hluti lífsins alls." Orð dagsins úr Biblíunni verður án efa kærkomin lesning og uppflettibók sem gott verður að leita til. 152 bladsíður. Hörpuútgáfan ISBISI 9979-50-066-2 Verð: 1.990 kr. ORD KRISTS Njörður P. Njarðvík Oft vitna menn í orð Krists í ræðu og riti. Jesús sagði ... En hvað sagði hann og hvar í Biblíunni er orð hans að finna? Hér er safnað saman öllum ummælum sem höfð eru eftir Kristi og þau merkt ritningarstað sínum. Til að auðvelda fólki að kynna sér ummæli hans um ólíkar hliðar mannlífs- ins eða leita að tilteknum orðum er efninu skipað undir lykilorð sem raðað er í stafrófsröð. Undir lykil- orðinu „Barn" má t.d. lesa hin fleygu orð „Leyfið börnunum að koma til mín ..." en einnig orð sem sjaldnar heyrast, svo sem „Ekki sæmir að taka brauð barnanna og kasta því fyrir hundana." Orð Krists er handhæg og fróðleg bók, framsetningin aðgengileg og efnið snertir alla sem áhuga hafa á inntaki boð- skapar Jesú Krists. 250 blaðsíður. Iðunn ISBN 9979-1-0283-7 Verð: 3.980 kr. SJÖ-NÍI7 l'RKTTÁX III\:K‘L ISUsMitKv.V 1 HAi.LL.viA Lli I.M.. SJÖ, NÍU, ÞRETTÁN Ritstjóri: Símon Jón Jóhannsson í bókinni Sjö, níu, þrettán, sem út kom fyrir tveimur árum og hefur nú verið endurprentuð, hefur verið safnað saman á einn stað fróðleik um hjátrú íslend- inga. Efnið er sett fram á lifandi hátt þannig að auð- velt er að fletta upp í bók- inni varðandi ólík atriði. Hvers vegna er hættulegt að ganga undir stiga? Af hverju boðar svartur köttur ógæfu? Hvað gerist ef maður hellir niður salti? Hvað veldur því að talan þrettán er svona varasöm? Svörin er að finna í bókinni Sjö, níu, þrettán. Þetta er einkar aðgengileg og skemmtileg bók sem allir hafa gaman af að lesa. Notadrjúg bók á hverju heimili! 269 blaðsíður. Vaka-Helgafell hf. ISBN 9979-2-0177-0 Verð: 2.980 kr. SKOTVEIÐIBÓKIN Ólafur E. Friðriksson Glæsileg, vönduð og mjög ítarleg alfræðibók um allt sem viðkemur skotveiðum og veiðidýrum, prýdd mikl- um fjölda Ijósmynda og skýringarteikninga. Hér er sögð saga skotveiða og skotvopna á íslandi frá upphafi, fjallað um hagla- byssur, veiðiriffla og skot- færi, meðferð vopna, virð- ingu fyrir náttúrunni og veiðar og vísindi. Sagt er frá öllum íslenskum veiði- dýrum og fuglum, lífshátt- um þeirra og atferli, veiði- aðferðum og nytjum fyrr og nú. Fjallað er um útbúnað, klæðnað og öryggi, notkun áttavita og korta og annarra hjálpar- tækja. Rætt er um veiði- adBÓKAHORNIÐb Laugavegi 100 101 Reykjavík 551-3939 hunda, eiginleika þeirra og þjálfun og að lokum er sérstakur kafli um meðferð og verkun hvers kyns víllibráðar. Höfundur hefur unnið að bókinni árum saman, viðað að sér geysi- legum fróðleik um skot- veiðar og veiðidýr og notið aðstoðar fjölmargra sér- fræðinga á öllum sviðum sem lúta að skotveiði. Skotveiðibókin er fyrsta yfirlitsritið sem út kemur um skotveiði á íslandi, geysilega viðamikið og vandað verk sem allir skot- veiðimenn þurfa að eign- ast. 600 blaðsíður. Iðunn ISBN 9979-1-0282-9 Verð: 18.800 kr. SKYNDIHJÁLP FYRIR ALLA Þýðing: Björn Jónsson Skyndihjálp fyrir alla er einkar handhæg uppfletti- bók með öllum nauðsyn- legum upplýsingum um hjálp í viðlögum. Hún er gefin út í samráði við Rauða Kross íslands. Texti bókarinnar er hnitmiðaður og leiðbeiningarnar settar fram stig af stigi þannig að auðvelt er að fara eftir þeim. í bókinni eru um 500 skýringarmyndir og teikn- ingar sem sýna hvernig á að bregðast við hvers kyns slysum. Skyndihjálp fyrir alla er nauðsynleg hand- bók fyrir heimili, vinnustaði og í bílinn. 160 blaðsíður Vaka-Helgafell hf. ISBN 9979-2-0305-6 Verð: 1.990 kr. STANGAVEIÐIÁRBÓKIN 1995 Guðmundur Guðjónsson Bók sem allir unnendur stangaveiði þurfa að hafa við hendina. Hvað var að veiðast hvar sumarið 1995 í ám og vötnum landsins? Aflatölur, samanburðar- tölur og fréttir af því sem mest bar á í stangaveiði- heiminum. í bókinni er sérstaklega rikulegur efnis- kafli um silungsveiði. Einn- ig er að finna veiðisögur úr öllum landshlutum og spáð er í horfur og ástand veiða fyrir næsta ár. Bókin inniheldur aö auki á annað hundrað Ijósmyndir af veiðimönnum alls staðar af landinu. Ljósmyndir af Eymundsson ] 68

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.