Bókatíðindi - 01.12.1995, Blaðsíða 18
Islensk skáldverk
ANDLIT ÖFUNDAR
Birgitta
H.Halldórsdóttir
Jóhanna er ung stúlka sem
er búsett í Reykjavík. Hún
er gædd dulrænum hæfi-
leika, fjarskyggni, sem gert
hefur henni lífið leitt en
hún telur sig hafa losnað
við.
Dag einn sér hún sýn sem
kemur blóðinu til að frjósa
í æðum hennar. Hún bjarg-
ar litlu barni frá drukknun
og fyrr en varir er hún
flækt í ótrúlega atburðarás
þar sem hún fær engu
ráðið. Lífi hennar er stefnt í
hættu.
Jóhanna kynnist nýju fólki
og um leið kemur ástin inn
í líf hennar. Er hægt að
vera hrifin af tveimur ólík-
um mönnum? Getur hún
treyst þeim?
Þessi þrettánda skáldsaga
Birgittu er spennandi saga
um afbrot og ástir. Enn á
ný kemur Birgitta skemmti-
lega á óvart.
200 blaðsíður.
Skjaldborg hf.
ISBN 9979-57-257-4
Verð: 2.480 kr.
AUGA FYRIR TÖNN
Kormákur Bragason
í þessari skáldsögu er á
opinskáan hátt tekist á við
frumkenndir mannsins og
aðferðir hans til að byggja
upp samfélag manna. í
sögunni koma upp á yfir-
borðið brestir í þeirri sið-
ferðismynd sem nútíma-
maðurinn hefur tileinkað
sér.
Meginviðfangsefni bók-
arinnar er kynferðislegt of-
beldi en í sögunni kemur
fram hvernig þolendur of-
beldis og aðstandendur
þeirra ákveða að bregðast
við. í persónusköpun eru
engir silkihanskar notaðir
og engum hlíft. Eftir stend-
ur kaldur veruleikinn,
óvæginn en þrátt fyrir allt
sannfærandi.
151 blaðsíða.
Hekluútgáfan
Dreifing:
íslensk bókadreifing hf.
ISBN 9979-60-158-2
Verð: 2.950 kr. ib.,
1.995 kr. kilja
Eymundsson
ÁR BRÉFBERANS
Kristján Kristjánsson
Ungur maður á sér tak-
mark sem hann stefnir
einbeittur að. Ekkert fær
hindrað hann í að komast á
leiðarenda, áformin eru
skýr og sigurvissan rík. í
dagbók sína skráir hann
með yfirvegun atburði úr
fortíð og nútíð meðan
hann bíður þess sem koma
skal. Dauðinn er honum
hugleikinn eftir alvarlegt
slys og brún hengiflugsins
er ávallt nærri. Mögnuð og
áleitin saga, vel skrifuð og
sterk, sem sýnir að höfund-
urinn hefur frábært vald á
viðfangsefni sínu og les-
andanum um leið.
113 blaðsíður.
Iðunn
ISBN 9979-1-0278-0
Verð: 3.480 kr.
BðMHlllSIO
Skeifunni 8
108 Reykjavík
568-6780
Kri stfn Omarsdóttirl
DYRNARÞRÖNGU
Kristín Ómarsdóttir
Seiðandi skáldsaga um
stúlku á ferðalagi í ævin-
týralegri borg; en um leið
kannar höfundur sem fyrr
ástina í fjölbreytilegum
myndum og skortir hvergi
frumlega sýn.
205 blaðsfður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-0920-2
Verð: 2.980 kr.
ÉG KYSSI
FÓTSPOR ÞÍN
Þorsteinn Stefánsson
Nú er komið út seinna
bindi Ljóðsögu Þorsteins
Stefánssonar Ég kyssi fót-
spor þín - um dönsku kon-
una sem helgaði líf sitt
útgáfu íslenskra bók-
mennta.
Ljóðsaga fjallar um mann-
legar tilfinningar í gleði og
sorg, og er svo raunveru-
leg, að ekki er annað hægt
en að hrífast og finna til
með persónum bókarinnar.
Þorsteinn Stefánsson hefur
hér hreyft við því grund-
vallarhugtaki, að ástin er
eilíf og getur ekki dáið.
Bókin fæst í bókabúðum í
Reykjavík. Einnig má panta
hana í síma 553 6057 og
588 7536.
239 blaðsíður.
Birgitte Hovrings
Biblioteksforlag
Verð: 2.380 kr.
FEBRÚARKRÍSUR
Ragnar Ingi
Aðalsteinsson
Febrúarkrísur er fyrsta
skáldsaga Ragnars Inga
Aðalsteinssonar. Frá hans
hendi hafa komið út fimm
Ijóðabækur og auk þess
þrjár kennslubækur í brag-
fræði. Sagan Febrúarkrísur
fjallar um ungan, reynslu-
lítinn kennara sem tekur að
sér að kenna dönsku við
18