Bókatíðindi - 01.12.1995, Blaðsíða 54

Bókatíðindi - 01.12.1995, Blaðsíða 54
Ævisögur og endurminningar Á VALDI ÖRLAGANNA Æviminningar maestro Sigurðar Demetz óperusöngvara Pór Jónsson Hann þótti efni í stórsöngv- ara en heilladísir brugðust honum oftsinnis. Evrópa stóð í björtu báli þegar söngferill hans hófst og flest óperuhús voru lokuð. Ógnir stríðsins létu engan óáreittan og starf við út- varp þýska hernámsliðsins í Mílanó var í senn hald- reipi og hættuspil. Eftir stríð komst hann á lang- þráðan samning hjá Scala- óperunni en gæfan var hverful sem fyrr. Hann söng um hríð í ýmsum óperuhúsum en hendingin bar hann loks til íslands. - Lærimeistari Kristjáns Jóhannssonar og ótal ann- arra íslenskra söngvara rekur hér örlagasögu ævi sinnar; bernskuár í Ölp- unum í skugga styrjaldar og átaka, herþjónustu á Ítalíu, söngnám og glæstar framavonir. Hér heima hefur hann gert sér far um að kynnast landi og þjóð og síðast en ekki síst; kennt landsmönnum söng í 40 ár. Litrík saga sem Þór Jóns- son hefur fært í letur af list. 225 blaðsíður. Iðunn ISBN 9979-1-0281-0 Verð: 3.680 kr. BETRI HELMINGURINN Bragi Bergmann og Jón Daníelsson Frásagnir kvenna sem gift- ar eru þekktum einstakling- um. Halldóra Hjaltadóttir, maki Egill Jónsson alþingis- maður. Kristín Sigríður Gunn- laugsdóttir, maki séra Sig- urður Haukur Guðjónsson. Elsa Björnsdóttir, maki Gestur Einar Jónasson leikari og útvarpsmaður. Ásta Kristrún Ragnars- dóttir, maki Valgeir Guð- jónsson tónlistarmaður. Ingibjörg Hjartardóttir, maki Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. 250 blaðsíður. Skjaldborg hf. ISBN 9979-57-284-1 Verð: 3.480 kr. .V Eymundsson ENGIN MISKUNN Miriam Ali og Jana Wain Engin miskunn er sönn saga breskrar móður sem berst fyrir því að bjarga tveimur dætrum sínum úr ánauð en faðir þeirra seldi þær í hjónaband til Yemen. Þar beið þeirra auðmýking, ofbeldi og nauðganir. Nadía og Zana voru fjórtán og fimmtán ára þegar þetta gerðist. Móðir þeirra, Miriam Ali, brotnaði sam- an við tíðindin en reis síðan upp til varnar dætr- um sínum og - sjálfri sér. Hún neitaði að gefast upp, hóf baráttu fyrir því að frelsa dæturnar um leið og hún sagði eiginmanninum, sem hafði kúgað hana og niðurlægt um árabil, stríð á hendur. Zana, dóttir Miriam, lýsti reynslu sinni í bókinni Seld fyrir nokkru. Engin misk- unn er ekki síður átakanleg lesning og lætur engan ósnortinn. 271 blaðsíða. Vaka-Helgafell hf. ISBN 9979-2-0322-6 Verð: 2.480 kr ERLINGUR GRASALÆKNIR Gissur Ó. Erlingsson Bók þessi segir frá lífi og starfi manns sem hér á landi átti drýgri þátt en flestir aðrir þessarar aldar menn í því að endurvekja notkun lífgrasa og önnur úrræði sem kynslóðirnar hafa af hyggjuviti sínu þróað frá aldaöðli til græðslu mannlegra meina, oft með næsta undraverð- um árangri. í henni er rakin í stórum dráttum ævisaga Erlings, drepið á hina hörðu lífsbaráttu í Skafta- fellssýslum á uppvaxtar- árum hans og viðureign fólksins við óblíð náttúru- öfl. Síðan víkur sögunni til Austurlands og loks til Reykjavíkur sem varð meg- in starfsvettvangur Erlings Filippussonar. 155 blaðsíður. Skjaldborg hf. ISBN 9979-57-279-5 Verð: 2.980 kr. Hafnarstræti 108 600 Akureyri 462-2685 ÉG SKRIFAÐI MIG í TUGTHÚSIÐ Valdimar Jóhannsson bókaútgefandi segir frá Gylfi Gröndal Valdimar hefur lifað við- burðaríka ævi. Á hernáms- árunum lenti hann ungur ritstjóri eigin blaðs í ónáð hjá Bretum vegna skrifa sinna, var dæmdur fyrir landráð og sat í hegningar- húsinu við Skólavörðustíg. Valdimar ólst upp við fátækt og einangrun ís- lenska bændasamfélags- ins. Þrátt fyrir berklaveiki tókst honum að brjótast til mennta; hann var kennari og blaðamaður um skeið, en haslaði sér síðar völl sem bókaútgefandi. Andúð hans á her og vopnuðu valdi endurspeglast í stofn- un og störfum Þjóðvarnar- flokks íslands, en hann var fyrsti formaður hans. Frá- sögn Valdimars er í senn kímin og trúverðug. 270 blaðsíður. Forlagið ISBN 9979-53-284-X Verð: 3.880 kr. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.