Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 44

Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 44
Elín Eiríksdóttir Hlutverk bókasafnsins í gagnreyndri læknisfræði - helstu niðurstöður úr lokaritgerð til meistaragráðu MscEcon við The University ofWales, Aberystvjyth, júní 2002. Inngangur Grein þessi er byggð á ritgerð Elínar Eiríksdóttur, Libr- ary support of evidence based qeneral practice: how can a primary care library encourage general practitioners to use evidence based sources of information in their clinical practice? sem var samþykkt sem meistaraprófsritgerð afThe University ofWales, Aberystwyth í júní 2002. í ritgerðinni er sagt frá rannsókn sem hafði það að markmiði að kanna hvernig heilsugæslubókasafn gæti stutt heimilislækna í iðkun gagnreyndrar lækn- isfræði og í því skyni var gerð könnun meðal heim- ilislækna. Hér á eftir fer yfirlit yfir hugmyndafræði gagnreyndrar læknisfræði, rannsóknina og helstu niðurstöður. Gagnreynd læknisfræði Hugtakið Gagnreynd læknisfræði (GL) er þýðing á enska heit- inu Evidence Based Medicine (EBM). Hugmyndafræði- legur grunnur GL nær langt aftur en áhrifamikill mál- flutningur Archie Cochrane árið 1972 er oft álitinn upphaf GL vakningarinnar. Síðan hefur æ fleirum orðið ljóst að ekki fer alltaf saman það sem er ástundað og það sem ætti að ástunda ef tekið er mið af marktækum rannsóknarniðurstöðum. Hugmynda- fræði GL hefur nú þegar eignast marga stuðnings- menn og er kennd mjög víða. GL hefur verið skilgreind sem: ... the conscientious, explicit, and judicious use of current best evidence in making decisions about the care of individual patients. The practice of evidence based medicine means integrating individual clinical expertise with the best available extemal clinical evidence from systematic research.1 Iðkun GL felur í sér 5 skref. Fyrsta skrefið er að setja fram spurningu sem þarf að svara til að leysa fyrir- liggjandi vandamál/verkefni. Skref 2 er að finna og sækja rannsóknarniðurstöður til að svara spurning- unni. Þriðja skrefið er að meta niðurstöðurnar og fjórða skefið er að framkvæma það sem niðurstöð- urnar mæla með. Mat á árangri meðferðarinnar/- framkvæmdarinnar er svo fimmta skrefið2. Eins og nafnið bendir til byrjaði GL í tengslum við læknisfræði en hugmyndafræðin hefur nú breiðst út til annarra heilbrigðisstétta, t.d. er stundum talað um gagnreynda hjúkrun. Hlutverk bókasafnsfræðingsins í GL er lögð áhersla á að notaðar séu viðurkenndar upplýsingar sem uppfylla ákveðin skilyrði. Þetta gæti aukið eftirspurnina eftir þjónustu bókasafna. Bóka- safnsfræðingar ættu að líta á þetta sem tækifæri til að taka þátt í spennandi verkefnum og efla stöðu sína innan heilbrigðisþjónustunnar. Bókasafnsfræðingar sem vilja taka þátt í GL vakningunni gætu þurft að læra nýjar aðferðir og tileinka sér nýtt hlutverk. Mikil umræða hefur verið um breytt hlutverk bókasafnsfræðinga í þessu samhengi. McKibbon3, Scherrer & Dorsch4 og Rose5 hafa m.a. skrifað um þetta og verið með vangaveltur um mögulegar breyt- ingar á hlutverki bókasafnsfræðingsins. Þessir höf- undar eru sammála um að til viðbótar við hefðbund- in verkefni þurfi bókasafnsfræðingar sem styðja iðk- un GL að vera vel að sér í aðferðum klíniskra rann- sókna, geta metið klíniskar rannsóknir og vera viljug- ir að deila þessarri kunnáttu með skjólstæðingum/- viðskipavinum sínum. Upplýsingalindir í gagnreyndri læknisfræði Læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn þurfa að fara yfir gífurlegt magn upplýsinga til að fylgjast með á sínu sviði. Fagsvið heimilislækna er mjög breitt og að sumu leyti er því staða þeirra enn erfiðari þegar kemur að því að fylgjast með nýjungum. GL getur verið ákveðin lausn á þessum vanda. Nokkrir aðilar sem nota GL aðferðir bjóða t.d. upp á kerfisbundin yfirlit yfir rannsóknir á ákveðnu sviði og niðurstöður eru oft samandregnar í nokkrar línur. Þessar upplýs- ingalindir henta störfum hlöðnum starfsmönnum 42 BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.