Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 79

Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 79
þeir lítinn púka sem brosir og hlær en þegar hann sér þá verður honum illa brugðið og flýr. Konungurinn gaf Sveini sitt eigið verkstæði að launum og svo kvæntist hann Önnu sem var dóttir smiðsins sem hann vann hjá í heimabænum sínum. Þetta er mjög skemmtileg bók sem allir verða að lesa. Það er svo sniðugt að lásinn er alltaf að breytast. Ég vildi að ég hefði ákveðið að lesa þessa bók fyrr. Eva Sóley Sigurðardóttir Grafarþögn íslenskar sakamálasögur hafa að undanförnu rutt sér til rúms og nokkrir nýir höfundar komið fram á ritvöllinn. Fremst- ur í þeirra flokki er tví- mælalaust Arnaldur Ind- riðason. Bækur hans sem komið hafa út ár- lega undanfarin ár hafa vakið sífellt meiri athygli og eru líklega mest lesnu bókmenntir síðasta árs ef marka má sölutölur og umfjöllum almennt. Bækurn- ar hafa vermt efstu sæti á vinsældarlistum og einnig verið notaðar sem skyldulesefni í grunnskólum borg- arinnar. Það var einmitt vegna mikils umtals sem ég ákvað að kíkja á bækurnar og endaði með því lesa þrjár bækur höfundar í einni lotu nú á vetrarmánuð- um. Sögurnar sem ég las voru Mýrin, Grafarþögn og Röddin. Af þessum bókum fannst mér sagan Grafar- þögn hvað best þótt allar hafi sögurnar verið spenn- andi og skemmtilegar hver á sinn hátt. í sögunni Grafarþögn bregður höfundur upp æsi- spennandi sakamálasögu úr íslenskum veruleika. Sagan hefst á líkfundi í úthverfi borgarinnar þar sem verið er að reisa nýtt íbúðahverfi. Rannsóknarlög- reglumenn er fengnir til að leysa gátuna og upphefst þá leit að sökudólgi. Inn í frásögnina af afhjúpun sökudólgsins fléttast síðan frásagnir af persónum bæði í nútíð og fortíð á vettvangi. Gömul mál er tengj- ast persónum sem kynntar eru til sögunnar koma upp á yfirborðið en gátan tekur á sig ýmsar myndir. Það er helsti styrkur sögunnar hve mannlýsingar í henni eru sannfærandi og lesandanum finnst hann oft kannast næstum óþægilega vel við þær. Stíllinn er mjög alþýðlegur og grípandi og sagan er skrifuð á svokölluðu mannamáli þar sem ekkert er dregið und- an. Þetta kemur best fram þegar lýst er miklu ofbeldi og erfiðum tilfinningum persónanna. Inn í sakamála- söguna sem er saga af morði fléttast saga fjölskyldu á árum seinni heimstyrjaldarinnar. Sú saga er einstök, vel unnin og átakanleg og er það eftirminnilegasta í bókinni. Þetta er saga alþýðufjölskyldu í íslensku samfélagi. Höfundur dregur upp eftirminnilega mynd af lífi þessa fólks í erfiðum og margan hátt vonlaus- um aðstæðum. Sagan í heild er fyrst og fremst lýsing á heimilsofbeldi í sinni ljótustu mynd en umræða um slík mál hefur reyndar verið töluvert í sviðsljósinu upp á síðkastið. Það er ekki einfalt fyrir fólk að skilja hverskonar atferli eða hegðun getur verið á ferð þar sem slíkt ofbeldi á sér stað, en höfundi tekst vel upp þegar hann lýsir slíku ferli á mjög sannfærandi og eftirminnilegan hátt. Lýsir ofbeldisfullum eigin- manni sem níðist á konu sinni og börnum þeirra. Endar síðan með því að vera settur í gröfina af sínum nánustu sem eiga ekki annarra kosta völ eftir mikið uppgjör á heimilinu þar sem húsmóðirin og sonur hennar taka til sinna ráða. Því má segja að hann grafi sína eigin gröf með hegðun sinni, áður en hann er síðar grafinn upp af lögreglunni. Uppgröftur á líkum er reyndar eins og rauður þráður í sögum Arnaldar og er eitt af því sem gerir þær hvað mest óhugnalegar og spennandi. Sagan Grafarþögn er ekki hefðbundin saga úr íslenskum veruleika enda stóð mig að því að neita að trúa því að slíkt og þvílíkt gæti viðgengist nokkurs staðar nema í skáldsögum. En hvað veit maður, það er víst ýmislegt falið bak við friðhelgi fjöl- skyldunnar. Stíll sögunnar er að mörgu leyti skemmtilegur. T.d. sá hluti frásagnarinnar sem lýtur að lausn sakamálsins sem tekur á sig ýmsar myndir eftir því hver er í aðalhlutverki. Aðalpersónurnar eru ólíkar og hafa hver sinn djöful að draga. Þær gefa sögunni sinn sérstaka stíl með ólíkum sjónarhornum og gera hana margræða um leið og myndir úr einkalífi þeirra eru dregnar fram í dagsljósið. Mikið er fjallað um ofbeldi í sögunni og skuggahliðar mann- lífsins í sinni dekkstu mynd. Viðbjóðurinn og sorinn í mannlífinu eru tekinir föstum tökum og engum hlíft í frásögninni. Sagan vekur lesandann til umhugsunar um ofbeldi og afleiðingar þess án þess þó að vekja það mikinn viðbjóð að lestrinum sé hætt. Hún vekur upp ýmsar spurningar í nútíð og þátíð um aðstæður og örlög fólks. Það er spennandi tilhugsun að fá ef til vill að líta söguna augum á hvíta tjaldinu eins og fyrri sögu höfundar, Mýrina, sem verið er að kvikmynda um þessar mundir. BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.