Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 56

Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 56
orðum. í Library of Congress hefur t.d. verið mótuð sú stefna að gefa má heimild allt að 10 efnisorð.63 Því ítarlegri sem lyklunin er þeim mun fleiri aðgangsmöguleikar eru að efni hennar, jafnframt þarf að hafa í huga upplýs- ingagildið fyrir notandann. 3) Sértækni lyklunar. Skal gefa heimildum víðari efnisorð jafnframt sértækum efnisorðum til að halda saman efnissviðum? Á að nota almennt (vítt) efnisorð (s.s. heiti fræðigreinar) með þrengri efnisorðum? Ennfremur þarf að móta stefnu um hvort nota eigi víddarlyklun, til dæmis um mjög sérhæft efni (e. upward posting). 4) Hvaða fleti viðfangsefnis skal setja fram með valorðum? Móta þarf reglur um hvernig lykla eigi í einstökum efnisflokkum, svo sem bók- menntum, sögu og landafræði, svo og móta stefnu um meðferð tímabilaskiptinga, tungu- mál gagna sem og útgáfuform. 5) Sérnöfn. Setja þarf reglur um mótun og með- ferð sérnafna í lyklun, svo og nöfn stofnana, örnefna og landfræðiheita, til dæmis hvort jafnframt sé notað tilsvarandi samnafn þegar sérnafn er notað sem valorð.64 Við lyklun mannanafna er almennt stuðst við nafn- myndaskrár bókasafna við mótun valorða og reglur um samræmd höfuð við mótun annarra sérheita. Skjalfærð stefna um lyklun stuðlar að sam- kvæmni og gerir þeim sem þróa efnisorðalykilinn og lykla auðveldara fyrir. Gagnlegt að útbúa gátlista sem hafður er til hliðsjónar þegar heimildir eru lyklaðar til að tryggja hámarks samkvæmni við lyklun. Til þess að tryggja sem nákvæmastar leitarheimt- ur er nauðsynlegt að gæta nákvæmni við lyklun heimilda og gaumgæfa að valorð lýsi innihaldi heim- ilda á gagnorðan, markvissan og hnitmiðaðan hátt. Hafa þarf í huga að við lyklun er ekki aðeins verið að efnisgreina heimildir fyrir nútíðina heldur einnig fyrir framtíðina, ennfremur að þarfir breytast - það sem getur virst skipta litlu máli í dag getur verið vegið þungt á morgun. Mikilvægt að reyna að setja sig í spor notenda og hafa upplýsingaþarfir þeirra og mismunandi leitaraðferðir í huga. íslensk bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar þurfa að standa sameiginlega að stefnumörkun um efnis- orðagjöf. Stofna þarf Efnisorðaráð bókasafna með full- trúum allra safnategunda, setja þarf fram stefnumark- andi reglur sem samstaða væri um að fylgja og standa að þróun kerfisbundins efnisorðalykils. Nauðsynlegt er að Kerfisbundni efnisorðalyfeillinn sé aðgengilegur á Netinu og nýjum orðum bætt inn reglulega. Stefnu- mörkun um aðferðir við samantekt efnisorðalykilsins og beitingu hans þarf einnig að vera aðgengileg á Netinu. Þá væri æskilegt að gefa bæði handbókina og efnisorðalykilinn út a.m.k. öðru hverju. Þeir sem nota kerfisbundna efnisorðalykilinn við lyklun þurfa að kynna sér vel uppbyggingu hans, þá hugmyndafræði sem hann byggist á, svo sem staðla, ennfremur þær reglur sem settar eru fram um upp- byggingu og notkun. Þeir sem sinna upplýsingaþjón- ustu á einstökum söfnum þurfa einnig að kunna góð skil á efnisorðalyklinum, þekkja hann vel sem og uppbyggingu lykilsins til að geta notað sér kosti hans við upplýsingaleitir, því markvissari leitarheimtur fást ef viðkomandi kann skil á því lyklunarmáli sem notað er og hvernig því er beitt í viðkomandi gagna- grunni. Æskilegt væri að stofnuð yrði nokkurs konar bókfræðimiðstöð, t.d. í Landsbókasafni íslands - Há- skólabókasafni þar sem væri miðstöð skráningar, flokkunar og lyklunar fyrir landið allt. Hvað lyklunina varðar þá starfaði efnisorðaráð skipað fulltrúum allra safnategunda með ritstjóra og/eða ritnefnd efnis- orðalykilsins. Fyrsta verk slíks efnisorðaráðs væri að kynna sér aðferðir annarra þjóða við lyklun svo og alþjóðlega staðla og marka stefnu í uppbyggingu efnisorðalykilsins með hliðsjón af þeim, halda nám- skeið fyrir þá bókasafns- og upplýsingafræðinga sem lykla gögn til tryggja samræmingu og gæði lyklunar. Nú á dögum eru ýmsar tilraunir í gangi með upp- byggingu svokallaðra samtengdra efnisorðalykla (e. super thesauri) og/eða fjöltyngdra efnisorðaskráa (e. multilingual thesauri) því væri æskilegt að jafnframt íslensku efnisorði væri fundin samsvörun þess á ensku sem t.d. byggðist á LCSH lyklinum. Hjá öðrum þjóðum er valorðum í efnisorðalyklum gjarnan gefin flokkstákn eftir því flokkunarkerfi sem notað er og væri æskilegt að svo væri gert en hugsanlegt er að nota flokkstákn sem „millimál" í samtengingu efnis- orðalykla á ólíkum tungumálum.65 Samtenging ólíkra gagnagrunna við heimildaleit er framtíðarsýn og fjöltungu efnisorðalykill er lykilatriði við markvissar upplýsingaheimtur í slíkum gagnagrunnum. Lokaorð Vegna vaxandi samskipta og samvinnu landa á milli á sviði bókasafns- og upplýsingamála er mikill áhugi fyrir uppbyggingu fjöltyngdra kerfisbundinna efnis- orðalykla og/eða samtengingu núverandi efnisorða- lykla. Menningarbundinn munur milli land- og mál- svæða torveldar þó slíka vinnu. Um nokkurt skeið hefur samvinnuverkefnið Multilingual Access to Subject (MACS) verið í gangi þar sem gerðar eru tilraunir með að tengja saman efnisorð úr þýska efnisorðalyklin- um, þeim franska og bandarísk/breska.66 Einnig er starfandi alþjóðlegur vinnuhópur um leiðbeiningar um gerð fjöltyngds efnisorðalykils, Guidelines for Multilingual Thesauri. Gert er ráð fyrir að drög liggi fyrir í ársbyrjun 2003.67 Við mótun stefnu og við þróun aðferða við lyklun hér á landi er nauðsynlegt að líta til þess hvernig 54 BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.