Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 21
-> Markhópagreining
í starfsmannakönnuninni getum við fengið upplýs-
ingar um notendur. Við verðum að fá tilfinningu fyrir
hvernig þeir eru, hvers vegna þeir koma á síðuna og
hvaða verkefni þeir eru að framkvæma. Dæmigerð
mynd (e. profile) af notanda eða notendahóp vefsins
getur innihaldið, stöðu, aldur, kyn, vefnotkun, teng-
ingu við Netið, hvers vegna heimsækir notandinn
vefinn og hvaða verkefni er hann að leysa. Best er að
gera nytsemismælingar með notendum ef því verður
við komið og setja upp notkunardæmi (e. scenarios).
Dæmi: „Guttormur er 23 ára stúdent og ætlar í bóka-
safns- og upplýsingafræði við HÍ. Hann er í sambúð, á
eitt barn og er að leita sér að húsnæði. Hann hefur
mikla reynslu af Netinu og sækir um húsnæði hjá
stúdentagörðum í gegnum vefsíðu HÍ....”
Svona uppsetning á ímynuðum aðstæðum not-
anda auðveldar greiningu á grunnvirkni vefsins.
-> Viðskiptaumhverfi
Greining á viðskiptaumhverfi fyrirtækisins er mjög
mikilvæg. Hvernig eru vefsíður samkeppnisaðilanna?
Sum fyrirtæki búa svo vel að hafa hóp af fólki innan-
borðs sem sífellt er að gera markaðsrannsóknir á við-
skiptaumhverfi fyrirtækisins. Margs konar aðferðum
er hægt að beita við markaðsrannsóknir en ekki
verður farið nánar út í þær hér. Einföld aðferð sem
virkar mjög vel er að velja 4-10 vefsíður fyrirtækja í
svipuðu viðskiptaumhverfi og keyra sömu greining-
una í gegnum allar vefsíðurnar. Síðan er tekið saman
hvað virkar vel og hvað ekki.
Út úr þessu öllu fást mjög verðmætar upplýsingar
sem nýttar eru við vefsíðugerðina.
Gott að hafa gátlista með öllum þeim upplýsing-
um sem ættu að vera komnar upp á yfirborðið á
þessu stigi. Dæmi um slíkan lista er að finna á vefsíð-
unni www.web-redesign.com
-> Aðrar aðferðir
Margar aðrar aðferðir hafa reynst vel við upplýsinga-
öflun, s.s hugarflugsfundir, úttektir eftir mismunandi
forsendum, þrepaskilgreining á rafrænum viðskipt-
um og kortlagning á stjórnun þekkingar:
• Hugarflugsfundir með stjórnendum og starfs-
mönnum
Hugarflug er hópaðferð sem notuð er til að ná
fram hugmyndum/lausnum um fyrirfram skil-
greint viðfangsefni/vandamál. Þátttakendur
hugarflugs eru yfirleitt 4-15 manns sem fengnir
eru til að koma með eins margar hugmyndir og
mögulegt er um viðfangsefnið. Þessi aðferð virk-
ar mjög vel með starfsmannakönnuninni.
• Úttektir á vefum, kerfum og vinnuferlum eftir
mismunandi forsendum
Hægt er að framkvæma margs konar úttektir á
tækni- og viðskiptaumhverfi fyrirtækisins. For-
sendur úttektar geta verið:
• Hagkvæmni
• Öryggi
• Tengsl vefsins við gagnagrunna og bakvinnslu-
kerfi
• Hraði og afkastageta grunna
• Notagildi
• Þrepaskilgreining á rafrænum viðskiptum
Oft hefur verið talað um fjórar kynslóðir eða
fjögur þrep sem fyrirtæki þurfa að fara í gegnum
í átt að rafrænum viðskiptum. Þessi greining
hefur aðstoðað stjórnendur fyrirtækja við að
staðsetja sig í vefvæðingunni.
1. þrep - Fyrirtæki á fyrsta þrepi hefur vef sem
eingöngu er notaður til að kynna fyrirtækið.
Þessir vefir eru oft kallaðir nafnspjaldavefir.
2. þrep - Hér er fyrirtækið farið að nýta tölvu-
póst mikið til að eiga samskipti út á við og
einhver gagnvirkni er á síðunni. Á vef fyrir-
tækisins er nú að finna meiri upplýsingar um
fyrirtækið eins og nákvæmar vörulýsingar.
Vefurinn er notaður til markaðssetningar.
3. þrep - Fyrirtækið býður upp á að panta vöru
og greiða í gegnum Netið. Innri vefur er til
staðar. Netið er orðið stjórntæki sem allir
starfsmenn fyrirtækisins geta nýtt sér.
4. þrep - Fyrirtækið getur nýtt sér rafræn við-
skipti með fullri samþættingu milli tölvukerfa
fyrirtækisins og viðskiptavinarins. Þannig næst
hámarks hagræðing innan fyrirtækisins.
• Þekkingarstjórnun
Kortlagning á stjórnun þekkingar er aðferð sem
kennd er við þekkingarstjórnun (e. Knowledge
Management). Upplýsingaflæði, skjalastjórnun,
ferlar og tæknimál eru metin eftir ákveðnum
skilgreiningum og síðan staðsett á ákveðnum
þrepum líkt og hér að ofan.
Útskýringar
Þegar upplýsingaöflun og greiningu er lokið er hægt
að einbeita sér að framsetningu á upplýsingunum.
-> Markmiðssetning
Meginmarkmið og undirmarkmið sett fram. Leitað er
svara við spurningunni, hvers vegna er verið að end-
urhanna vefinn eða búa til nýjan? Á þessi stigi er alls
ekki verið að horfa á það hvernig ætlunin er að fram-
kvæma breytingarnar á síðunni. Með því að rýna í
starfsmannakönnunina er fundið út hver helstu
markmið vefsins verða. Dæmi um meginmarkmið
eru:
• Auka heimsóknir á vefinn
• Auka sölu
BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003
19