Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 36

Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 36
Þátttateendur á námsfeeiðinu sumarið 2002. • í viðtölum við nemendur kom í ljós að þeir héldu að þeir gætu gert gæðaleit - það eina sem kom þeim á óvart var notkun tilvitnanalista og svo fannst þeim námskeiðið of langt. • Möguleika á hefðbundnari færniæfingum vant- aði. • Nauðsynlegt var að leysa verkefni upp í þætti, þannig að nemendur væru ekki að basla í einu löngu leitarferli. • Aðstoð við raunveruleg fagverkefni í hópum þótti skynsamleg og hlaut lof nemenda. Greinilega kom fram að nauðsynlegt væri að sýna nemendum betur fram á hvað þeir kynnu og hvað þeir kynnu ekki. Það vissu kennarar ekki heldur nógu vel og réði þetta ferðinni árið 2001. Kennsluefnið var endur- skoðað og bætt bæði hvað málfar og innihald snerti. Inn voru sett verkefni til að æfa grundvallarþætti. Gert var ráð fyrir tíma til að leysa og ræða nokkur verkefn- anna. Verkefnunum var deilt í þrennt. Kennslan hafði áður tekið 10 tíma á 2. önn en var nú skipt upp í 2x21/2 tíma á 2. og 3. önn. Frá og með haustönn 2001 var upplýsingaleit ekki lengur hluti af kynningarnám- skeiði annarinnar, en auglýst sem sértilboð sem nem- endur gátu skráð sig í og fengu kennarar þeirra stutta lýsingu á innihaldi námskeiðsins. Þá fengu nemendur betri leiðsögn í leitaraðferðum en árið áður. Vorið 2001 var kennslunni breytt þannig að seinni helmingur hennar fór í að aðstoða nemendur við að finna heimildir í tengslum við verkefni sem þeir áttu að leysa, en fyrri hlutinn fór í þemavinnu, sem ekki gerði faglegar kröfur til kennaranna, til léttis fyrir bókasafnsfræðingana. Eftir þessa síðustu önn kom í ljós að nemendur geta slegið upp eftir höfundi og titli, en kunna ekki efnisorðaleit eins og líka kemur fram í alþjóðlegum athugunum. Það er ekki auðvelt að skýra lé- lega kunnáttu í undirstöðuatriðum. Ein skýring gæti verið að það sé ekki hægt að búast við að kennslan breytist þótt skipt sé um markmið eða kennsluefni en tímaramminn látinn halda sér óbreyttur. PBL út- heimtir langa aðlögun og þróun og verður ekki tekin upp eins og hendi sé veifað. Önnur ástæða gæti verið sú að bókasafnið verður ekki kennslu- stofnun bara af því að nokkrir starfsmenn taka að sér kennslu. Til að þróa kennslumenningu þurfa stofnunin, starfsfólkið og stjórnin að taka miklum stakkaskiptum. Á há- skólasafninu í Hróarskeldu eru svo margir að kenna að bara það að samhæfa kennslukraftana hefur verið stórt verkefni. Eldhugar í hópnum eru margir og hafa stuðlað að þróun á kennsluefni og -aðferðum, en ekki síst á umhverfinu. Samt sést bara rétt glitta í spírur kennslumenningar á staðnum, í þeirri merkingu að kennararnir læra lítið hver af öðrum og nýta lítið þá reynslu sem til staðar er og gera bara eins og þeir eru vanir. Það er mikil þörf fyrir kennsluumhverfi og kennsluskilyrði sem eru þannig að þeir sem hafa kennslufræðilega menntun fái notið sín. Segja má að tekist hafi að ná því sem ætlunin var með Godin-verkefninu: að þróa efni, aðferðir og reynslu í PBL í upplýs- ingaleit. Næsta skref var að meta kunnáttu nemenda, sem greinilega tileinka sér ekki efnisleit, hvorri að- ferðinni sem beitt er, PBL eða hefðbundinni aðferð. Samt sýna rannsóknir að þeir sem taka þátt í upplýs- ingaleitarnámskeiðum fá betri einkunnir og brott- fallið er minna. Hvernig má það vera að kennsla í upplýsingaleit hafi þessi áhrif þrátt fyrir nemendur séu lélegir í efnisleit? Er það yfirhöfuð vandamál að þeir kunni hana ekki? Getur maður tileinkað sér upp- lýsingalæsi án þess að verða fær í efnisorðaleit? Mat á verkefninu leiddi í ljós að það eru aðrir kraftar sem stýra námi en þróun kennsluaðferða og kennsluefnis. Tenging safnkennslunnar við náms- áætlun nemenda og bætt samband við kennara há- skólans eru þættir sem hafa áhrif á kennsluaðferð- irnar. Kennslumatið bendir til þess að kennslugeta starfsfólksins sé of sundurleit. Poulsen mælti ekki með löngum spurningalistum til að meta kennsluna. Hann hafði reynslu af því að fáar opnar spurningar og umræður um þær gæfu betri mynd. Hvernig er hægt að bæta kennslu bókasafnsstarfs- manna? • Viðbótarmenntun í kennslufræði? 34 BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.