Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 65

Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 65
verandi hesthús konungs sem hefur verið gert upp á sérstaklega smekklegan hátt. Eftir hádegi voru bókasafnsmál og önnur mál þeim tengd rædd. Fundinum lauk síðan á fróðlegum og gagnlegum fyrirlestri um Evrópusambandið. Um kvöldið var boðið til kvöldverðar á heimili Lene Hjal- sted, þar sem dönsk „hygge“ og danskur matur var í öndvegi. Daginn eftir skoðuðu nokkrir fundarmenn bóka- söfn í Kaupmannahöfn, en tveir þeirra höfðu þurft að fara heim kvöldið áður. Noregur árið 1999 Hæstiréttur Noregs tók til starfa árið 1815. í fyrstu hafði rétturinn engan fastan samastað. Dómar- arnir störfuðu aðallega heima og fengu póstinn sendan heim á hverjum degi. Fram til aldamót- anna 1900 var rétturinn í leiguhúsnæði á ýmsum stöðum. Árið 1903 flutti Hæstiréttur í nýtt hús- næði sem teiknað var sérstaklega fyrir undirrétt og Hæstarétt í Kristiania eins og Osló hét þá. Hæstarétti var úthlutað efstu hæðinni í nýja húsinu. Það var síðan árið 1996 sem Hæstiréttur fékk allt húsið til umráða eftir gagngerar endur- bætur. Loksins var Hæstiréttur kominn í eigið húsnæði. Dómarar í Hæstarétti Noregs eru 19, þar af 5 konur. Einn bókavörður starfar við réttinn. Það var ánægjulegt að hitta bókaverðina á ný í Noregi um miðjan maí, en þá hafði verið ákveðið í Hæstarétti íslands að undirrituð færi á vegum réttarins. í upphafi voru fundarmenn leiddir í gegnum glæsilegt og nýupp- gert húsnæði réttarins. í Noregi er bókasafnið staðsett á efstu hæðinni þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja og góð aðstaða til lestrar. Einn dómaranna hélt stutta tölu um gang mála í réttinum og rakti sögu hússins þar sem fram kom að nú hefði rétturinn: „...endelig fátt uerdige og funksjonelle lokáler". Fundarmenn fylgdust síðan með málflutningi. Eftir hádegi voru bókasafns- mál rædd og síðast en ekki síst hélt aðstoðarmaður dómara athyglisvert erindi um mannréttindi. Um kvöldið bauð Hæstiréttur upp á kvöldverð. Daginn eftir voru bókasöfn í Osló skoðuð. Finnland árið 2000 í Finnlandi eru tveir dómstólar sem falla undir æðsta dómstigið, en þeir tóku til starfa árið 1918. Annars vegar er Högsta domstolen - Hæstiréttur Finnlands og hins vegar Högsta förvaltningsdom- stolen - æðsti stjórnlagadómstóllinn. Hæstiréttur er til húsa í gömlu og virðulegu húsi niður við höfnina í Helsinki. í Hæstarétti Finnlands starfa 18 dómarar, þar af 6 konur. Einn bókavörður starfar við réttinn. Hœstaréttarbókaverðir hittust á íslcmdi. 2001. Fundurinn í Finnlandi var ekki haldinn fyrr en í nóv- ember þar sem erfitt var að finna tíma það árið sem hentaði öllum. Finnski bókavörðurinn bauð einnig til fundarins bókavörðum frá æðsta stjórnlagadómstóli Svía. Þar með voru þátttakendurnir í samstarfinu frá Svíþjóð orðnir fjórir og fundarmenn samtals átta. Fundurinn hófst í húsi Hæstaréttar á kynningu um útgefið lagaefni í Finnlandi. Einn dómaranna hélt síðan stutta tölu um gang mála í réttinum. Því næst var húsnæði réttarins skoðað, þar með talið bóka- safnið. í ljós kom að öll lagaútgáfa Finnlands er gefin út á tveimur tungumálum, finnsku og sænsku. Að lokum voru bókasafnsmál rædd. Hæstiréttur bauð fundarmönnum til kvöldverðar ásamt aðstoðar- manni dómara. Síðari dagurinn hófst á heimsókn á bókasöfn. Eftir matarhlé var Högsta förvaltningsdomstolen - æðsti stjórnlagadómstóllinn heimsóttur, en þar er einnig að finna bókasafn. Háskólanemi í hlutastarfi sér um safnið. Dómarar við Högsta förvaltningsdomstolen eða æðsta stjórnlagadómstólinn eru 20, þar af 6 konur. Gangur mála í réttinum var kynntur fundarmönn- um. Fundinum lauk með umræðum um bókasafns- mál og upplýsingakerfi bókasafnsins var skoðað. Ákveðið var að njóta kvöldsins saman og sjá ballettsýningu í Óperunni. ísland árið 2001 Hæstiréttur íslands tók til starfa árið 1920. Réttur- inn var fyrst til húsa í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg, en frá 1949 í dómhúsinu við Lind- argötu. Haustið 1996 var dómhúsið við Arnarhól tekið í notkun. Dómarar við réttinn eru 9, þar af 2 konur. Einn bókavörður í hlutastarfi starfar við réttinn. í maí árið 2001 var komið að gestgjafahlutverki ís- lands. Aðstoðarmaður dómara lýsti gangi mála í réttinum. Því næst var hlýtt á málflutning og að hon- BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.