Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Side 65

Bókasafnið - 01.01.2003, Side 65
verandi hesthús konungs sem hefur verið gert upp á sérstaklega smekklegan hátt. Eftir hádegi voru bókasafnsmál og önnur mál þeim tengd rædd. Fundinum lauk síðan á fróðlegum og gagnlegum fyrirlestri um Evrópusambandið. Um kvöldið var boðið til kvöldverðar á heimili Lene Hjal- sted, þar sem dönsk „hygge“ og danskur matur var í öndvegi. Daginn eftir skoðuðu nokkrir fundarmenn bóka- söfn í Kaupmannahöfn, en tveir þeirra höfðu þurft að fara heim kvöldið áður. Noregur árið 1999 Hæstiréttur Noregs tók til starfa árið 1815. í fyrstu hafði rétturinn engan fastan samastað. Dómar- arnir störfuðu aðallega heima og fengu póstinn sendan heim á hverjum degi. Fram til aldamót- anna 1900 var rétturinn í leiguhúsnæði á ýmsum stöðum. Árið 1903 flutti Hæstiréttur í nýtt hús- næði sem teiknað var sérstaklega fyrir undirrétt og Hæstarétt í Kristiania eins og Osló hét þá. Hæstarétti var úthlutað efstu hæðinni í nýja húsinu. Það var síðan árið 1996 sem Hæstiréttur fékk allt húsið til umráða eftir gagngerar endur- bætur. Loksins var Hæstiréttur kominn í eigið húsnæði. Dómarar í Hæstarétti Noregs eru 19, þar af 5 konur. Einn bókavörður starfar við réttinn. Það var ánægjulegt að hitta bókaverðina á ný í Noregi um miðjan maí, en þá hafði verið ákveðið í Hæstarétti íslands að undirrituð færi á vegum réttarins. í upphafi voru fundarmenn leiddir í gegnum glæsilegt og nýupp- gert húsnæði réttarins. í Noregi er bókasafnið staðsett á efstu hæðinni þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja og góð aðstaða til lestrar. Einn dómaranna hélt stutta tölu um gang mála í réttinum og rakti sögu hússins þar sem fram kom að nú hefði rétturinn: „...endelig fátt uerdige og funksjonelle lokáler". Fundarmenn fylgdust síðan með málflutningi. Eftir hádegi voru bókasafns- mál rædd og síðast en ekki síst hélt aðstoðarmaður dómara athyglisvert erindi um mannréttindi. Um kvöldið bauð Hæstiréttur upp á kvöldverð. Daginn eftir voru bókasöfn í Osló skoðuð. Finnland árið 2000 í Finnlandi eru tveir dómstólar sem falla undir æðsta dómstigið, en þeir tóku til starfa árið 1918. Annars vegar er Högsta domstolen - Hæstiréttur Finnlands og hins vegar Högsta förvaltningsdom- stolen - æðsti stjórnlagadómstóllinn. Hæstiréttur er til húsa í gömlu og virðulegu húsi niður við höfnina í Helsinki. í Hæstarétti Finnlands starfa 18 dómarar, þar af 6 konur. Einn bókavörður starfar við réttinn. Hœstaréttarbókaverðir hittust á íslcmdi. 2001. Fundurinn í Finnlandi var ekki haldinn fyrr en í nóv- ember þar sem erfitt var að finna tíma það árið sem hentaði öllum. Finnski bókavörðurinn bauð einnig til fundarins bókavörðum frá æðsta stjórnlagadómstóli Svía. Þar með voru þátttakendurnir í samstarfinu frá Svíþjóð orðnir fjórir og fundarmenn samtals átta. Fundurinn hófst í húsi Hæstaréttar á kynningu um útgefið lagaefni í Finnlandi. Einn dómaranna hélt síðan stutta tölu um gang mála í réttinum. Því næst var húsnæði réttarins skoðað, þar með talið bóka- safnið. í ljós kom að öll lagaútgáfa Finnlands er gefin út á tveimur tungumálum, finnsku og sænsku. Að lokum voru bókasafnsmál rædd. Hæstiréttur bauð fundarmönnum til kvöldverðar ásamt aðstoðar- manni dómara. Síðari dagurinn hófst á heimsókn á bókasöfn. Eftir matarhlé var Högsta förvaltningsdomstolen - æðsti stjórnlagadómstóllinn heimsóttur, en þar er einnig að finna bókasafn. Háskólanemi í hlutastarfi sér um safnið. Dómarar við Högsta förvaltningsdomstolen eða æðsta stjórnlagadómstólinn eru 20, þar af 6 konur. Gangur mála í réttinum var kynntur fundarmönn- um. Fundinum lauk með umræðum um bókasafns- mál og upplýsingakerfi bókasafnsins var skoðað. Ákveðið var að njóta kvöldsins saman og sjá ballettsýningu í Óperunni. ísland árið 2001 Hæstiréttur íslands tók til starfa árið 1920. Réttur- inn var fyrst til húsa í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg, en frá 1949 í dómhúsinu við Lind- argötu. Haustið 1996 var dómhúsið við Arnarhól tekið í notkun. Dómarar við réttinn eru 9, þar af 2 konur. Einn bókavörður í hlutastarfi starfar við réttinn. í maí árið 2001 var komið að gestgjafahlutverki ís- lands. Aðstoðarmaður dómara lýsti gangi mála í réttinum. Því næst var hlýtt á málflutning og að hon- BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003 63

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.