Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 84
AUSTURLAND
Netfang: annab@dalvik.is.
Sept-maí: Mánud.-föstud. kl. 14-17, fimmtud. kl. 14-19.
Júní-ágúst: Mánud. kl. 14-17 og fimmtud. kl. 14-19.
Amtsbókasafnið á Akureyri
Brekkugötu 17.
Sími: 462 4141, fax: 461 1028.
Netfang: bokasafn@akureyri.is.
Veffang: www.amtsbok.is.
Mánud.-föstud. kl. 10-19, laugard (15.sept.-15. júní) kl. 10-15.
Lestrarsalur opinn á sama tíma.
Bókasafnið á Húsavík
Stóragaröi 17, Húsavík.
Sími: 464 1173.
Netfang: bokasafn@husavik.is.
Veffang: www.bokasafn.husavik.is.
Mánud.-fimmtud. kl. 10-19, föstud. kl. 10-17, laugard. kl. 11-15.
Á sumrin er lokað á laugardögum.
Bókasafn Öxarfjarðar
Snartarstöðum., v/Kópasker.
Sími: 465 2171.
Netfang: boknord@islandia.is.
Þriðjud. kl. 13-18, fimmtud. kl. 13-14, laugard. kl. 13-15.
Bókasafn Héraðsbúa
Laufskógum 1, Egilsstöðum.
Sími: 471 1546, fax: 471 1452.
Netfang: bokasafn@austurland.is.
Mánud.-föstud. kl. 14-19.
Bókasafn Seyðisfjarðar
Félagsh. Herðubreið, Austurvegi 4.
Sími: 472 1384.
Netfang: bokasafn@sfk.is, bmj@ismennt.is.
Veffang: www.sfk.is/bokasafn.htm.
Mánud. og miðvikud. kl. 15-19, föstud. kl. 17-19.
l.júní-31.ágúst: Mánud. kl. 17-19, miðvikud. kl. 17-19.
Bæjar- og héraðsbókasafnið Neskaupstað
Egilsbraut 1, sími: 477 1521.
Netfang: boknes@itn.is.
Mánud.-miðvikud. og föstud. kl. 16-19, fimmtud. kl. 19.30
21.30.
Á sumrin er lokað á þriðjudögum og föstudögum.
Á BÓKASAFNINU
J.K. Rowling
Harry Potter og viskusteinninn
(Bjartur 1999)
Allt frá því að Hagrid missti nafn Flamels út úr sér höfðu þau pælt í gegnum ótal bækur í leit að upplýsingum
um hann. Hvernig áttu þau annars að komast að því hverju Snape var að reyna að stela? Vandamálið var að
þau vissu ekki hvar þau áttu að byrja. Þau höfðu ekki hugmynd um hvað Flamel gæti hafa afrekað til þess að
vera nefndur í bók. Nafnið hans var hvorki í Frægustu galdramenn tuttugustu aldarinnar né Athyglisuerðustu
töframenn okkar tíma. Það var heldur ekki að finna í Mikilvægar galdrauppgötuanir eða Rannsófenir d nútímafjöl-
feynngi. Stærð bókasafnsins auðveldaði ekki verkið; þar voru þúsundir bóka, mörg hundruð þröngar raðir af
bókahillum.
Hermione bjó til lista yfir efni og titla sem hún hafði ákveðið að athuga kerfisbundið en á meðan skálmaði
Ron meðfram hillustæðum og dró út eina og eina bók af handahófi. Harry rölti yfir í lokuðu deildina. Hann
hafði á tilfmningunni að Flamel væri í einhverri af bókunum þar. Því miður þurfti skriflegt leyfi frá kennara til
þess að fá að leita í þeim bókum og hann vissi að það fengi hann ekki. Þarna voru bækur um öfluga svarta-
galdra sem kennararnir myndu aldrei kenna nemendum sínum í skólanum. Þær voru einungis lesnar af elstu
nemendunum sem voru að læra um varnir gegn myrku öflunum.
„Að hverju ert þú að leita, drengur minn?“
„Engu“ svaraði Harry.
Bókasafnsvörðurinn, fröken Pince, otaði að honum rykkústinum.
„Þá ættirðu að koma þér burt úr þessari deild. Svona - burt með þig!“
Harry yfirgaf bókasafnið ogbölvaði sjálfum sér fyrir að hafa ekki verið fljótari að hugsa upp einhverja sögu.
Hann, Ron og Hermione höfðu ákveðið að ráðfæra sig ekki við fröken Pince. Þau voru viss um að hún gæti sagt
þeim hvar Flamel væri að finna en vildu ekki eiga á hættu að Snape frétti af fyrirspurnum þeirra.
(s. 169)
82
BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003