Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Page 53

Bókasafnið - 01.01.2003, Page 53
LCSH. Skráin er gefin út árlega. Sú breyting var gerð á lyklinum í lok síðustu aldar að formheiti og land- fræðileg heiti voru tekin út úr efnisorðastrengnum (e. subject heading string) og sett í sérstök svið.33 Á undanförnum árum hefur efnisorðalistinn þróast í átt til kerfisbundins efnisorðalykils34 þannig að meiri áhersla er lögð á leitartengsl þar sem hvert efnisorð getur verð sjálfstæður leitarlykill og tengst öðru leit- arorði í samsettri leit. LCSH er notað í flestum stærri bókasöfnum Banda- ríkjanna og auk þess er stuðst við hann í mörgum öðr- um löndum. Lykillinn er einnig gefinn út á tölvutæku formi og kallast þá Subject Authority File og er nokkurs konar orðmyndaskrá. Aðgangur er mögulegur á Netinu. Viðbætur við LCSH koma vikulega í tölvutæka hlutann og eru síðan prentaðar mánaðarlega. Útgáfa á örfilmu og CD-ROM eru gefnar út á 3ja mánaða fresti og prentaða útgáfan árlega.35 LCSH er afar umfangs- mikið og öflugt efnisorðakerfi og til að stuðla að sam- ræmingu í notkun þess er jafnfram gefm út handbók með leiðbeiningum um beitingu kerfisins.36 í Svíþjóð er ein af skyldum þjóðbókasafnsins (Kon- unglega bókasafnið í Stokkhólmi) að efla samvinnu bókasafna bæði innanlands og í alþjóðlegu samhengi. Á bókasafninu er löng hefð fyrir efnisorðagjöf eða allt frá 3. áratug síðustu aldar. Samskrá sænskra bóka- safna, LIBRIS, var stofnuð á áttunda áratugnum. Haustið 1999 gaf safnið út leiðbeiningar um efnis- orðagjöf Ámnesordsindexering - en handledning eftir Unn Hellsten og Margareta Rosfelt en þær þóttu of al- mennar svo hafist var handa við samantekt ítarlegri reglna. Efnisorðagjöf í LIBRIS þótti ósamræmd og gæði efnisorða ekki fullnægjandi. Einnig skorti á að heim- ildir fengju yfirleitt efnisorð, marktáknið var allajafna látið duga. Þannig var ástandinu lýst árið 1998.37 Síðan hafa Svíar gert stórátak á sviði lyklunar. Stefnan var sett á samræmingu í efnisorðagjöf og stöðlun efnisorða og marktákna til að nota í LIBRIS. Sérstök deild innan þjóðbókasafnsins38 hefur unnið að efnis- orðalykli, Suensfea ámnesord, sem er almennur lykill og er hann aðgengilegur á Netinu.39 Við flest efnisorðin er gefin tilvísun í marktákn flokkunarkerfisins sem notað er (SAB-kerfið). Efnisorðaráð starfar og heldur fund í hverri viku til að taka upp ný efnisorð og endur- skoða eldri orð eftir því sem þörf krefur. Samþykktar breytingar eru færðar inn í gagnagrunninn efir hvern fund. Hver sem er getur lagt til efnisorð sem ekki eru fyrir í efnisorðalyklinum, t.d. með því að senda tölvu- póst. í samvinnu við önnur söfn hafa verið þróaðar leiðbeiningar um efnisorðagjöf, sem einnig eru að- gengilegar á Netinu.40 Þær eru grundvallaðar á alþjóð- legum reglum sem t.d. LCSH fylgir. Þegar nýtt valorð er myndað er reynt að finna samsvörun þess í LCSH. Til að tryggja samræmd vinnubrögð var einn helsti sér- fræðingur heims á sviði lyklunar, Lois Mai Chan, feng- in til landsins á síðastliðnu ári til að halda námskeið um efnisorðagjöf, einnig voru farnar kynnisferðir til að skoða lyklunaraðferðir hjá öðrum þjóðum. í Noregi starfar flokkunar- og lyklunarnefnd (Norsk komité for klassifikasjon og indeksering - NKKI) á vegum þjóðbókasafnsins.41 Frá árinu 1999 hefur safnið skipað í nefndina en fulltrúar koma frá öllum safnategundum. Árið 1990 kom út rit eftir Ellen Hjortsæter42 um efnisorðaskráningu þar sem settar voru fram tillögur að gerð og þróun norsks efnisorða- lykils. Reglurnar, sem voru þýddar á sænsku árið 1994, verða undirstaða fyrir frekara starf en stefnt að endurskoðun þeirra.43 Síðastliðin þrjú ár hefur nefnd- in einbeitt sér að nýrri norskri útgáfu Dewey kerfisins sem út kom árið 200244 en samkvæmt fundargerð nefndarinnar frá 8. nóvember 2002 ætlar nefndin nú að einhenda sér í vinnslu á norskum reglum í lyklun sem byggjast á alþjóðlegum reglum á efnissviðinu. Leitað verður til þjóðbókasafnsins um fjármagn fyrir námskeiðshald og laun vegna verkefnisins.45 í Finnlandi hefur verið þróaður almennur kerfis- bundinn efnisorðalykill á finnsku (Yleinen suomal- ainen asiasanasto - YSA) sem hefur einnig verið þýddur á sænsku (Allmán tesaurus pá svenska - Allárs). Nokkrir sérefnislyklar hafa verið þróaðir út frá almenna lyklinum, t.d. í tónlist (MUSA/CILLA).46 Áðurnefndir þrír efnisorðalyklar eru aðgengilegir á Netinu.47 Þar er hægt að leita í hverjum listanna um sig og einnig í öllum í einu. Ennfremur er þar að finna leiðbeiningar um notkun efnisorðalistanna.48 Há- skólabókasöfnin í Helsinki og Ábo sjá um vöxt og við- gang efnisorðalyklanna. Þróun þeirra byggist á störf- um lyklara sem leggja til nýjar færslur sem fara fyrir nefnd sem samþykkir þau efnisorð sem tekin eru upp í efnisorðalyklana.49 Danir eru komnir mjög langt í að veita bókfræði- legan aðgang að heimildum á Netinu. Þann 3. maí 2002 var netpunkt.dk50 opnað. Þar er áskriftarað- gangur að DanBib (samskrá danskra bókasafna), BookData, Deutsche NatBib og LIBRIS fyrir starfsfólk bókasafna. Þar er einnig að finna fyrstu vefútgáfuna af danska Dewey (DK5). Á bibliotek.dk51 er svo frjáls aðgangur að sam- skránni á Netinu. Hann var opnaður 31. október árið 2000 og þar er almenningi veitt margvísleg bóka- safnsþjónusta. Til að auðvelda aðgengi að dönsku efni sem ekki hefur fengið efnisorð hafa verið gerðar tilraunir í bibliotek.dk með að gefa heimildum efnis- orð vélrænt í samræmi við flokkunartölu en niður- stöður sýna að það er erfiðleikum bundið og þarf nánari skoðunar við.52 í Bretlandi er m.a. unnið að sérstöku verkefni á sviði lyklunar, HILT (High Level Thesaurus Project), til að samræma og auka gæði lyklunar í landinu en mjög mismunandi aðferðum hefur verið beitt á einstökum söfnum. Á heimasíðu verkefnisins má lesa nánar um það.53 BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003 51

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.