Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 53

Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 53
LCSH. Skráin er gefin út árlega. Sú breyting var gerð á lyklinum í lok síðustu aldar að formheiti og land- fræðileg heiti voru tekin út úr efnisorðastrengnum (e. subject heading string) og sett í sérstök svið.33 Á undanförnum árum hefur efnisorðalistinn þróast í átt til kerfisbundins efnisorðalykils34 þannig að meiri áhersla er lögð á leitartengsl þar sem hvert efnisorð getur verð sjálfstæður leitarlykill og tengst öðru leit- arorði í samsettri leit. LCSH er notað í flestum stærri bókasöfnum Banda- ríkjanna og auk þess er stuðst við hann í mörgum öðr- um löndum. Lykillinn er einnig gefinn út á tölvutæku formi og kallast þá Subject Authority File og er nokkurs konar orðmyndaskrá. Aðgangur er mögulegur á Netinu. Viðbætur við LCSH koma vikulega í tölvutæka hlutann og eru síðan prentaðar mánaðarlega. Útgáfa á örfilmu og CD-ROM eru gefnar út á 3ja mánaða fresti og prentaða útgáfan árlega.35 LCSH er afar umfangs- mikið og öflugt efnisorðakerfi og til að stuðla að sam- ræmingu í notkun þess er jafnfram gefm út handbók með leiðbeiningum um beitingu kerfisins.36 í Svíþjóð er ein af skyldum þjóðbókasafnsins (Kon- unglega bókasafnið í Stokkhólmi) að efla samvinnu bókasafna bæði innanlands og í alþjóðlegu samhengi. Á bókasafninu er löng hefð fyrir efnisorðagjöf eða allt frá 3. áratug síðustu aldar. Samskrá sænskra bóka- safna, LIBRIS, var stofnuð á áttunda áratugnum. Haustið 1999 gaf safnið út leiðbeiningar um efnis- orðagjöf Ámnesordsindexering - en handledning eftir Unn Hellsten og Margareta Rosfelt en þær þóttu of al- mennar svo hafist var handa við samantekt ítarlegri reglna. Efnisorðagjöf í LIBRIS þótti ósamræmd og gæði efnisorða ekki fullnægjandi. Einnig skorti á að heim- ildir fengju yfirleitt efnisorð, marktáknið var allajafna látið duga. Þannig var ástandinu lýst árið 1998.37 Síðan hafa Svíar gert stórátak á sviði lyklunar. Stefnan var sett á samræmingu í efnisorðagjöf og stöðlun efnisorða og marktákna til að nota í LIBRIS. Sérstök deild innan þjóðbókasafnsins38 hefur unnið að efnis- orðalykli, Suensfea ámnesord, sem er almennur lykill og er hann aðgengilegur á Netinu.39 Við flest efnisorðin er gefin tilvísun í marktákn flokkunarkerfisins sem notað er (SAB-kerfið). Efnisorðaráð starfar og heldur fund í hverri viku til að taka upp ný efnisorð og endur- skoða eldri orð eftir því sem þörf krefur. Samþykktar breytingar eru færðar inn í gagnagrunninn efir hvern fund. Hver sem er getur lagt til efnisorð sem ekki eru fyrir í efnisorðalyklinum, t.d. með því að senda tölvu- póst. í samvinnu við önnur söfn hafa verið þróaðar leiðbeiningar um efnisorðagjöf, sem einnig eru að- gengilegar á Netinu.40 Þær eru grundvallaðar á alþjóð- legum reglum sem t.d. LCSH fylgir. Þegar nýtt valorð er myndað er reynt að finna samsvörun þess í LCSH. Til að tryggja samræmd vinnubrögð var einn helsti sér- fræðingur heims á sviði lyklunar, Lois Mai Chan, feng- in til landsins á síðastliðnu ári til að halda námskeið um efnisorðagjöf, einnig voru farnar kynnisferðir til að skoða lyklunaraðferðir hjá öðrum þjóðum. í Noregi starfar flokkunar- og lyklunarnefnd (Norsk komité for klassifikasjon og indeksering - NKKI) á vegum þjóðbókasafnsins.41 Frá árinu 1999 hefur safnið skipað í nefndina en fulltrúar koma frá öllum safnategundum. Árið 1990 kom út rit eftir Ellen Hjortsæter42 um efnisorðaskráningu þar sem settar voru fram tillögur að gerð og þróun norsks efnisorða- lykils. Reglurnar, sem voru þýddar á sænsku árið 1994, verða undirstaða fyrir frekara starf en stefnt að endurskoðun þeirra.43 Síðastliðin þrjú ár hefur nefnd- in einbeitt sér að nýrri norskri útgáfu Dewey kerfisins sem út kom árið 200244 en samkvæmt fundargerð nefndarinnar frá 8. nóvember 2002 ætlar nefndin nú að einhenda sér í vinnslu á norskum reglum í lyklun sem byggjast á alþjóðlegum reglum á efnissviðinu. Leitað verður til þjóðbókasafnsins um fjármagn fyrir námskeiðshald og laun vegna verkefnisins.45 í Finnlandi hefur verið þróaður almennur kerfis- bundinn efnisorðalykill á finnsku (Yleinen suomal- ainen asiasanasto - YSA) sem hefur einnig verið þýddur á sænsku (Allmán tesaurus pá svenska - Allárs). Nokkrir sérefnislyklar hafa verið þróaðir út frá almenna lyklinum, t.d. í tónlist (MUSA/CILLA).46 Áðurnefndir þrír efnisorðalyklar eru aðgengilegir á Netinu.47 Þar er hægt að leita í hverjum listanna um sig og einnig í öllum í einu. Ennfremur er þar að finna leiðbeiningar um notkun efnisorðalistanna.48 Há- skólabókasöfnin í Helsinki og Ábo sjá um vöxt og við- gang efnisorðalyklanna. Þróun þeirra byggist á störf- um lyklara sem leggja til nýjar færslur sem fara fyrir nefnd sem samþykkir þau efnisorð sem tekin eru upp í efnisorðalyklana.49 Danir eru komnir mjög langt í að veita bókfræði- legan aðgang að heimildum á Netinu. Þann 3. maí 2002 var netpunkt.dk50 opnað. Þar er áskriftarað- gangur að DanBib (samskrá danskra bókasafna), BookData, Deutsche NatBib og LIBRIS fyrir starfsfólk bókasafna. Þar er einnig að finna fyrstu vefútgáfuna af danska Dewey (DK5). Á bibliotek.dk51 er svo frjáls aðgangur að sam- skránni á Netinu. Hann var opnaður 31. október árið 2000 og þar er almenningi veitt margvísleg bóka- safnsþjónusta. Til að auðvelda aðgengi að dönsku efni sem ekki hefur fengið efnisorð hafa verið gerðar tilraunir í bibliotek.dk með að gefa heimildum efnis- orð vélrænt í samræmi við flokkunartölu en niður- stöður sýna að það er erfiðleikum bundið og þarf nánari skoðunar við.52 í Bretlandi er m.a. unnið að sérstöku verkefni á sviði lyklunar, HILT (High Level Thesaurus Project), til að samræma og auka gæði lyklunar í landinu en mjög mismunandi aðferðum hefur verið beitt á einstökum söfnum. Á heimasíðu verkefnisins má lesa nánar um það.53 BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.