Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 8

Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 8
Áslaug Agnarsdóttir Enginn lifir orðalaust - úr sögu orðabóka Legere, et non intelligere, neglegere est. (Cato, Marcus Porcius, 234-149 f. Kr.) Að lesa án þess aö skilja það sem maður les ber vott um ákveðið hirðuleysi; eitthvað á þá leið sagði Cato forðum. Á dögum Catos voru engar orðabækur sem hægt var að fletta upp í til að leita skýringa og því var fólki nokkur vorkunn. Nú á tímum búa lesendur víðast hvar í heiminum við aðrar aðstæður, ekki síst við íslending- ar sem margir hverjir hrepptum óvænt hnoss í jóla- gjöf á síðustu jólum. Hér er átt við þriðju útgáfu íslenskrar orðabókar sem leit dagsins ljós í byrjun nóv- embermánaðar hjá forlaginu Eddu undir ritstjórn Marðar Árnasonar málfræðings. Það telst ávallt til tíðinda þegar ný móðurmálsorðabók kemur út enda munu hafa selst hvorki meira né minna en 1.637 ein- tök af orðabókinni í forsölu. Hún var auk þess mest selda bókin á íslandi dagana 1. til 18. nóvember, sam- kvæmt samantekt Félagsvísindastofnunar. í þessari grein ætla ég að velta orðabókum al- mennt fyrir mér, athuga gildi þeirra og fjölbreytileika og stikla á stóru í sögu móðurmálsorðabóka í Evrópu. Cato, höfundur latneska spakmælisins hér að ofan, hafði vissulega rétt fyrir sér. Það er lítið gagn í lestri nema að lesandinn skilji það sem hann les. Þar koma orðabækur að góðum notum. Orðabækur eru reyndar mest notuðu handbækur í heimi. Ólíkt öðr- um handbókum eru þær til á fjölda heimila, notaðar jafnt af skólabörnum sem fullorðnum. Orðabækur eru þó ekki bara handbækur; þeir eru ófáir sem segj- ast hafa yndi af að blaða í orðabókum sér til gamans jafnt sem gagns. Það er vissulega bæði fróðlegt og skemmtilegt að fletta orðabókum, velta fyrir sér merkingu orða og hvernig skilningur einstakra orða hefur breyst í tímans rás. Á bak við vandaða orðabók er oftast margra ára ef ekki áratuga vinna, vinna sem er bæði erfið og tímafrek. Sumar orðabækur eru verk Ég segi alltaf færri og færri orð enda hafði ég lengi á þeim illan bifur. Sigfús Daðason: Hendur og orð. Ritstjóri Ox/ord English Dictionary, James A.H. Murray, uið orðabófeastör/. eins manns en yfirleitt eru höfundar orðabóka fleiri en einn. „To make a dictionary is dull work,“ sagði enski orðabókarhöfundurinn Samuel Johnson í frægri orðabók sinni undir orðinu „dull“, og svo skýrir hann orðið lexicographer (höfundur orðabókar) sem „A writer of dictionaries, a harmless drudge". Hvort hon- um hafi verið full alvara með þessu skal ósagt látið en þeir orðabókarhöfundar eru áreiðanlega í meirihluta sem hafa haft ánægju af sinni vinnu. Orðabækur eru margvíslegar, bæði hvað varðar efni og form. Orðabók getur verið eintyngd, t.d. móð- urmálsorðabók, tvítyngd eða jafnvel fjöltyngd. Tví- tyngdar orðabækur hafa þann tilgang að opna mönn- um sýn inn í eitt tungumál gegnum annað og eru not- aðar við tungumálanám eða þegar verið er að þýða 6 BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.