Saga - 2022, Page 9
anna dröfn ágústsdóttir
Guðrún Pétursdóttir:
„hinn ágæti fulltrúi íslenskrar
kvenþjóðar“
Grúskað í myndasafni Ólafs K. Magnússonar
Þegar farið er í gegnum ótal filmurnar í myndasafni Óla K., Ólafs
K. Magnússonar, sem starfaði sem ljósmyndari á Morgun blaðinu frá
1947 til 1997, er áhugavert að velta því fyrir sér hvaða myndir
mað ur staldrar sérstaklega við. Þessa hálfa öld myndaði hann
marga þjóðþekkta Íslendinga úr stjórnmálum, atvinnu- og menn-
ingarlífi, heimsþekkt listafólk og erlenda þjóðhöfðingja. Þá má
finna í safni hans fjölda mynda sem sýna viðburði í sögu þjóðar
eins og mót töku Nóbelsverðlaunahafa við Reykjavíkurhöfn, mót -
mæli, kvenna frí, skips skaða, eldsvoða og náttúruhamfarir. yfirleitt
má sjá röð mynda frá sama viðburðinum og athyglisvert er að
hugleiða hvernig sú eina rétta var valin til að fanga frásögnina í
fréttinni og birtast í blaðinu. Dálkaplássið var takmarkað og dýrt
að prenta ljósmyndir.
Það eru ekki síst hversdagslegar myndir sem vekja athygli sagn -
fræðingsins, myndir sem sýna meðal annars mannlíf í miðbænum,
starfsemi við höfnina, haustlægðir, börn að leik í fyrsta snjónum eða
fólk að baða sig í sólinni. Þær eru dæmi um mikilvæga skrásetningu
Óla K. á lífi þjóðar, þróun borgarinnar, uppbyggingu, atvinnuhátt-
um, tísku og tíðaranda. Myndir sem gefa tilfinningu fyrir ljósmynd-
aranum og fá áhorfandann til að leiða hugann að þeim takmörkun-
um sem hann hefur þurft að glíma við í starfi sínu eru svo þær sem
skipta kannski mestu máli þegar rannsóknarefnið er ljósmyndarinn
sjálfur eins og í tilfelli greinarhöfundar sem vinnur nú að ljós-
myndabók um ævistarf Ólafs K. Magnússonar. Myndirnar sem
Saga LX:2 (2022), bls. 7–15.
F O R S Í Ð U M y N D I N
Anna Dröfn Ágústsdóttir, annadrofn@lhi.is