Saga - 2022, Side 12
mega skerða tækifæri kvenna til að leita sér atvinnu utan veggja
þess.4
Guðrún Pétursdóttir fæddist í Engey árið 1878 þar sem föðurætt
hennar hafði búið frá því um aldamótin 1700. Hún giftist Benedikt
Sveinssyni árið 1904 og varð heimili þeirra að miðstöð mennta-
manna sem sameinuðust í sjálfstæðisbaráttunni: „Þar söfnuðust
saman ungir menntamenn og konur, sem dreymdi um nýtt frjálst
Ísland og framfarir á öllum sviðum og þá ekki sízt um aukna
mennt un þjóðarinnar, þar sem konan væri jafnrétthá manninum og
alíslenzkur háskóli væri orkugjafi.“5 Íslenskur fáni var meðal bar-
áttumála og varð hvítbláinn fyrir valinu og áberandi í baráttu þessa
hóps. Guðrún saumaði hvítbláin fyrir Þingvallafundinn 1907 og
voru þau hjónin jafnan í fararbroddi í fánamálinu svokallaða.6
Aðaláhugamál Guðrúnar voru húsmæðrafræðsla og hagur íslenskra
heimila. Heimili Guðrúnar bar þess merki en Jónína Guðmunds -
dóttir, sem lengi var formaður Mæðrastyrksnefndar, skrifaði: „Frelsis -
þráin, einlæg trú á rétt þjóðarinnar til sjálfstæðis, ásamt virðingu
fyrir öllu því sem íslenzkt var, auðkenndi heimilið á Skólavörðustíg
11.”7 Þar ólu Guðrún og Benedikt upp sjö börn.
Guðrún var mjög virk í félagsstarfi kvenna og baráttu. Hún var
meðal stofnenda Hins íslenzka kvenfélags, sem upphaflega hafði
kvenréttindi sem aðalmál á stefnuskrá sinni og hún var meðal 15
kvenna sem mættu á heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í janúar 1907
til að stofna Kvenréttindafélag Íslands. Hún sat svo í fyrstu stjórn
félagsins en dró sig aðeins í hlé meðan börnin hennar uxu úr grasi.
Guðrún var stofnfélagi í Hvöt, félagi sjálfstæðiskvenna í Reykjavík
og sat lengi í stjórn þess. Hún var formaður Heimilisiðnaðarfélags
Íslands í 23 ár, frá 1928–1951, og tók við formennsku Kven félaga -
sambands Íslands árið 1947 af systur sinni sem hafði gegnt því hlut-
verki frá stofnun. Hún var einnig virk í Bandalagi kvenna í Reykja -
vík frá 1917 og í stjórn þess frá 1944. Hún var formaður Mæðra -
styrks nefndar frá 1945 þegar hún tók við af Laufeyju Valdimars -
anna dröfn ágústsdóttir10
4 Aðalbjörg Sigurðardóttir, „Þrjú merkisafmæli: Frú Guðrún Pétursdóttir 75 ára,“
Húsfreyjan 4, nr. 3–4 (1953): 7–10.
5 „Guðrún Pétursdóttir,“ Morgunblaðið, 28. nóvember 1963, 8.
6 Sama heimild; „Afmælisfagnaður Stúdentafélagsins fór fram með glæsibrag,“
Alþýðublaðið, 4. desember 1951, 4.
7 „Guðrún Pétursdóttir,“ Morgunblaðið, 28. nóvember 1963, 14.