Saga - 2022, Blaðsíða 13
dóttur sem lést það ár. Þá var hún meðal forgöngukvenna í baráttu
fyrir kvennaheimili á Hallveigarstöðum.8
Átök vegna varnarsamnings
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins árið 1951, þar sem forsíðumyndin
var tekin, var haldinn í Reykjavík og stóð í fimm daga, frá 31. októ-
ber til 4. nóvember.9 Bjarni Benediktsson utanríkis- og dóms mála -
ráð herra, sonur Guðrúnar, hélt þar langa ræðu um landhelgismálið,
milliríkjaviðskipti og varnarsamning milli Íslands og Bandaríkjanna
sem hann hafði undirritað í maí sama ár.10 Umrædd ræða Bjarna
skiptir kannski ekki öllu máli fyrir samhengi myndarinnar en er
bæði áhugaverð í ljósi atburða í heiminum í dag og vegna þess að
Guðrún Pétursdóttir hafði um sumarið flækst inn í hörð átök um
varnarsamninginn og veru bandarísks herliðs í landinu.
Á fundi Kvenréttindafélags Íslands 7. maí 1951, tveimur dögum
eftir að varnarsamningurinn var undirritaður, sauð upp úr og til
átaka kom. Lýsingum á uppákomunni í dagblöðum ber ekki saman
en í Vísi er sagt frá því hvernig Þórunn Elfa Magnúsdóttir kvaddi
sér hljóðs, innan félags sem væri „ópólitískt félag með öllu“, eftir
sýningu á kvikmynd um norska æsku og hóf að sögn blaðsins
„kommúnistískan áróður varðandi aðbúð barna í Noregi, sem böð -
uðu sig í sólskininu, og svo aftur lífsskilyrði íslenzkra barna, sem
yrðu að ganga á milli byssustingja”.11
Í Þjóðviljanum er Þórunn hins vegar sögð hafa bent á að samtaka
íslenskra kvenna biði nú það stóra verkefni að „vernda íslenska
æsku og sérstaklega íslenskar stúlkur.“12 Hún hafi hins vegar ekki
komist mikið lengra því Guðrún Pétursdóttir hafi tryllst og barið sam -
hinn ágæti fulltrúi íslenskrar kvenþjóðar 11
8 Aðalbjörg Sigurðardóttir, „Þrjú merkisafmæli: Frú Guðrún Pétursdóttir 75 ára“.
9 „Landsfundur Sjálfstæðisflokksins,“ Íslendingur, 8. nóvember 1951, 4.
10 „Landsfundarræða Bjarna Benediktssonar,“ Morgunblaðið, 2. nóvember 1951, 6.
11 „Sögulegur fundur í Kvenréttindafélagi Íslands. Áróðursfrumhlaup kommún-
ista kveðið niður,“ Vísir, 9. maí 1951, 1 og 8.
12 „Rússaáróður að vernda ungar stúlkur frá glapstigum!,“ Þjóðviljinn, 9. maí
1951, 1. Sama frétt var birt aftur orðrétt í Þjóðviljanum 17. maí en þá á blaðsíðu
6. Tíu dögum eftir umræddan fund sá Þórunn Elfa ástæðu til að birta
heilsíðugrein í Þjóðviljanum til að rekja atburðarásina frá sínu sjónarhorni.
Einna áhugaverðast er að helsta tilefni greinarinnar er að leiðrétta þá villu sem
hún segir Þjóðviljann hafa gerst sekan um í umfjöllun um málið. Þórunn segist