Saga - 2022, Page 14
an hnefum og æpt upp um „Rússaagenta og kommúnista áróð ur“.
Í niðurlagi greinarinnar segir:
Þá er svo komið að Guðrún Pétursdóttir kona Benedikts Sveinssonar
— og stallsystur hennar telja það Rússaáróður og kommúnista þjón -
ustu að samtök kvenna reyni að vernda ungar stúlkur frá því að
lenda á glapstigum. Að íslenskum stúlkum sé fórnað fyrir bandaríska
hernámsliðið virðast þessar konur telja sjálfsagt — nema það sé ein-
mitt sjúk samvizkan sem birtist í þessari brengluðu mynd hernáms -
ins.13
Þjóðviljinn hélt áfram að fjalla um málið og í annarri grein með fyrir -
sögninni „Sjúk móðir“ er andleg heilsa Guðrúnar dregin í efa þar
sem hún hefði á fundinum sakað Þórunni um að vilja láta drepa son
sinn Bjarna. Vísir, sem kallaði Guðrúnu „hinn ágæta fulltrúa ís -
lenskr ar kvenþjóðar“, tók undir ásakanir hennar og sagði Þórunni
hafa lýst því yfir á fundi félagsins í barnaskólaportinu að Bjarna
væru ekki ætlaðir langir lífdagar. Þjóðviljinn tók hins vegar fyrir að
Þórunn né nokkur annar hefði látið slík ummæli falla.14
Sósíalistar hafa eflaust séð tækifæri til að ráðast á fjölskyldu
utanríkisráðherra og leika sér með þjóðlega ímynd móður hans en
þeir notuðu markvisst þjóðernislega orðræðu og hefðbundnar hug-
myndir um hlutverk og siðferði kvenna í baráttu gegn veru her -
liðsins.15 Íslensk menning, heimilið, uppeldismál og íslensk æska
var það sem var Guðrúnu hvað heilagast og það sem hún stóð helst
fyrir í lífi og starfi. Að vera sökuð um að fórna þessu fyrir útlenda
hagsmuni hlýtur að hafa reynst henni erfitt. Þjóðviljinn gekk svo
langt að kalla Guðrúnu og þær sem tóku undir með henni á fundin-
um „landsölukonur“ og segja „öllum almenningi“ hafa ofboðið af -
anna dröfn ágústsdóttir12
aldrei hafa talað um að vernda þyrfti ungar stúlkur heldur hafi hún eingöngu
talað um íslenska æsku í ummælum sínum á fundinum. Það er greinilegt að
Þórunn var gagnrýnin á Kvenréttindafélagið og þá hugmynd að það ætti að
vera ópólitískt. Sjá: Þórunn Elfa Magnúsdóttir, „Konur á fundi 7. maí 1951,“
Þjóðviljinn, 17. maí 1951, 3.
13 „Rússaáróður að vernda ungar stúlkur frá glapstigum!,“ Þjóðviljinn, 9. maí
1951, 1.
14 „Sjúk móðir,“ Þjóðviljinn, 10. maí 1951, 8.
15 Lbs.-Hbs. (Landsbókasafn Íslands — Háskólabókasafn) Katherine Connor
Martin, „Nationalism, Internationalism and gender in the Icelandic anti-base
movement 1945-1956“. MA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands 2003.