Saga - 2022, Síða 16
ins.“20 Aðal björg, sem kenndi sig ekki við neinn stjórnmálaflokk en
var á lista kvennaframboðsins 1926 og bæjarfulltrúi í Reykjavík utan
flokka á fjórða áratugnum, var virkari á vinstri vængnum og hélt
meðal annars ræður hjá MFÍK og skrifaði greinar í Melkorku. Hún
sagði öllum kunnugt að í stjórnmálum væru þær Guðrún ekki sam-
herjar og teldu eflaust margir þá staðreynd hafa mótað og torveldað
kynni þeirra og samstarf. Svo hefði þó ekki farið því aldrei hefði þar
borið skugga á. Augljóst er að Aðalbjörg bar mikla virðingu fyrir
Guðrúnu því í minningargrein um hana tíu árum síðar sagði hún:
„Með Guðrúnu er horfinn einn hinn stærsti og glæstasti persónu -
leiki meðal íslenzkra kvenna á þessari öld, og starfa hennar, mann-
kosta og miklu hygginda mun enn gæta um langt skeið í íslenzku
þjóðlífi, því það er nærri því ótrúlegt hve mikið hún afrekaði.”21
Betur mætti augljóslega halda afrekum Guðrúnar á lofti en ljóst
er að nafn hennar kemur víða við sögu í heimildum þótt hún sé
sjaldan aðalefni umfjöllunarinnar. Áhrif hennar hafa greinilega verið
mikil en í bók Rósu Magnúsdóttur um hjónin Kristin E. Andrésson
og Þóru Vigfúsdóttur, sem kom út á síðasta ári, segir meðal annars
frá því hvernig Kristinn, þingmaður Sósíalistaflokksins, beitti sér
fyrir jafnlaunasamþykkt með því að „hringja í Guðrúnu Péturs dótt -
ur, Engeyjarsystur, og biðja hana um að brýna sína flokksmenn.“
Samþykktin gekk í gegnum þingið árið 1951.22
Á forsíðumyndinni sjáum við samstíga foreldra sitja á fremsta
bekk á landsfundi og hlýða á son sinn verja utanríkisstefnu landsins.
Fundurinn lýsti yfir fullum stuðningi við utanríkismálastefnu stjórnar -
innar og Bjarna Benediktssyni var sérstaklega þakkað fyrir trausta
og óhvikula forustu í málaflokknum.23 Staða kvenna er gjörbreytt í
dag og eflaust væri Guðrún stolt af því að sjá hverjir möguleikar
kvenna eru nú til að vera bæði mæður og virkir þátttakendur í
atvinnulífi. Það sést meðal annars í því hverjar standa nú í stafni í
umræðu um varnarmál og utanríkisstefnu Íslendinga. Sjálf stæðis -
konan Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis ráð herra ber
nú mestan þunga á því sviði í ríkisstjórn sem Katrín Jakobsdóttir
anna dröfn ágústsdóttir14
20 Aðalbjörg Sigurðardóttir, „Þrjú merkisafmæli: Frú Guðrún Pétursdóttir 75
ára,“ 9.
21 „Guðrún Pétursdóttir,“ Morgunblaðið, 28. nóvember 1963, 14.
22 Rósa Magnúsdóttir, Kristinn og Þóra, 262.
23 „Fjölmennasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins lauk s.l. sunnudag,“ Íslendingur,
8. nóvember 1951, 1.