Saga - 2022, Side 20
guðmundur hálfdanarson
Saga — frá fróðleik til eiginlegrar sagnaritunar
Vorið 1950 ákvað stjórn Sögufélags að hefja útgáfu nýs tímarits sem
var ætlað, eins og segir í formála að fyrsta hefti þess, að fjalla um
„efni úr sögu Íslands og nefnist Saga, tímarit Sögufélagsins“.1 Með
stofnun Sögu var mörkuð ný stefna í útgáfumálum félagsins, því að
á þeirri tæpu hálfri öld sem liðin var frá stofnun þess hafði það eink-
um beitt sér fyrir því, í anda tillögu sem samþykkt var á stofnfundi
árið 1902, „að gefa út heimildarit að sögu Íslands, og í sambandi við
þau ættfræði og mannfræði“.2 Útgáfu Blöndu, eldra tímarits félags-
ins, var hætt eftir að Sögu var hleypt af stokkunum en hún hafði
fyrst og fremst birt frekar sundurlaus heimildabrot úr handrita- og
skjalasöfnum landsins í bland við alls kyns þjóðlegan fróðleik, ævi-
sögubrot, örnefnalýsingar, kvæði og stakar vísur, og svo framvegis,
allt undir einkunnarorðum tímaritsins „fróðleikur, gamall og nýr“.
Aftur á móti skorti mikið á, ef marka má ummæli Einars Arnórs -
sonar, fyrrverandi hæstaréttardómara og forseta Sögufélags, í áður-
nefndum formála að fyrsta hefti Sögu, „að unnið hafi verið úr öllum
þeim fróðleik, sem safnað hefur verið, og úr öllum þeim heimildar-
ritum um sögu landsins, sem enn eru til, sízt með þeirri gagnrýni,
sem nauðsynleg er til eiginlegrar sagnaritunar“. Úr þessu átti nýja
tímaritið að bæta með því að birta „sjálfstæðar rannsóknir“ sem féllu
innan hinna ýmsu undir- og hjálpargreina sagnfræðinnar, „enda
verði [þær] ekki taldar tímaritinu ofviða að vöxtum, séu á sæmilegu
máli, áreitnis- og illlyndislausar“.3
Þrátt fyrir fögur fyrirheit varð ekki nein bylting með stofnun
Sögu. Fyrstu árin fylgdi útgáfan sömu formúlum og Blanda —
umbrotið var hið sama og líkt og Blanda kom Saga út í heftum, oftast
eitt á ári, sem saman mynduðu á mislöngum tíma stök bindi. Fyrstu
tvö bindi Sögu komu þannig út í átta heftum á níu árum (1950–
álitamál18
1 Einar Arnórsson, „Formáli,“ Saga 1, nr. 1 (1949–1953): 5–7, hér 7.
2 Hallgrímur Helgason, „Sögufélagið fertugt,“ Blanda 7 (1940–1943): 237–250, hér
239.
3 Einar Arnórsson, „Formáli,“ 5 og 7.
Guðmundur Hálfdanarson, ghalfd@hi.is