Saga - 2022, Page 21
1958),4 og þar sem hvert hefti var prentað í örkum enduðu þau
gjarnan í miðjum greinum (svo dæmi sé tekið þá komu fyrstu 28
síður greinar Magnúsar Más Lárussonar um Maríukirkju og Val -
þjófs staðahurðina út í fyrsta hefti annars bindis Sögu árið 1954 en
síðari 41 í öðru hefti ári síðar). yngri sagnfræðingum fundust efnis-
tök Sögu ekkert sérlega nýstárleg en tímaritið var í upphafi að mestu
skrifað af forseta Sögufélagsins og raunverulegum ritstjóra þess.
„[S]umum þótti dr. Einar heldur einráður um mótun þess,“ skrifaði
Jón Jóhannesson prófessor um þátt Einars Arnórssonar í ritstjórn
tímaritsins síðustu ár ævi sinnar, „enda ritaði hann fyrsta heftið
einn. Er þar ekki fylgt til hlítar þeim kröfum, sem gera verður til
heimilda rýni nú á tímum, og stóð Einar þó flestum framar í sumum
grein um hennar …“5
„Síðan á nítjándu öld hafa sagnfræðitímarit leikið lykilhlutverk
í mótun fagstéttar sagnfræðinga“, skrifar danski sagnfræðingurinn
Claus Møller Jørgensen í yfirlitsgrein um þróun evrópskra fagtíma-
rita í sagnfræði síðustu tvær aldirnar. „Þau hafa sett þekkingar -
fræðileg og siðfræðileg viðmið og markað sífellt skýrari landamæri
sem greina á milli ‚atvinnumanna‘ í sagnfræðinni og ‚áhugamanna‘.“6
„Fagvæðing“ evrópskrar sagnfræði studdist líka við öra þróun í
háskólakennslu, þar sem sérhæfðar deildir voru stofnaðar til að
mennta sagnfræðinga. Slík aðgreining var tæplega möguleg á Ís -
landi um miðja síðustu öld, því að háskólamenntaðir sagnfræðingar
voru einfaldlega allt of fáir til að aðgreina sig frá öðru áhugafólki
um fortíðina. Reyndar er varla hægt að segja að sagnfræði hafi orðið
til sem sjálfstæð fræðigrein á Íslandi fyrr en á áttunda áratug aldar-
innar eftir að henni óx fiskur um hrygg sem sæmilega afmarkaðri
námsgrein innan heimspekideildar Háskóla Íslands. Fram að því
hafði „saga“ vissulega verið kennd sem einn af þremur þáttum til
prófs í íslenskum fræðum en lengst af luku sárafáir því námi og
fæstir þeirra sem tóku próf höfðu lagt sig sérstaklega eftir sögu í
saga og útgáfa fræðitímarita á 21. öld 19
4 Af einhverjum ástæðum er fyrsta hefti Sögu merkt árinu 1949 þótt það hafi í
reynd ekki komið út fyrr en ári síðar.
5 Jón Jóhannesson, „Dr. jur. Einar Arnórsson fyrrverandi ráðherra, prófessor og
hæstaréttardómari,“ Saga 2, nr. 2 (1954–1958): 155–160, hér 157.
6 Claus Møller Jørgensen, „Scholarly Communication with a Political Impetus:
National Historical Journals,“ í Setting the Standards: Institutions, Networks and
Communities of National Historiography, ritstj. Ilaria Porciani og Jo Tollebeek
(Basingstoke: Palgrave Macmillan, 2012), 70–88, hér 70.