Saga - 2022, Síða 22
náminu. Björn Þorsteinsson, þá nýtekinn við sem annar ritstjóra
Sögu, gerði þessa stöðu íslenskrar sagnfræði að umtalsefni í minn-
ingarorðum sem hann skrifaði árið 1960 um Þorkel Jóhannesson
prófessor: „Við Íslendingar erum eina menningarþjóðin, sem mér er
kunn, sem á sér engin fræðirit um sagnfræði sem vísindagrein og
ekkert yfirlit um sagnfræðiritun sína. Hér eru því skoðanir manna
mjög á reiki, eins og eðlilegt er, á störfum og hlutverki sagnfræðinga
og allt mat á verkum þeirra næsta frumstætt.“7 Við slíkar aðstæður
var erfitt að halda úti hreinu fagtímariti um sagnfræði.
Þegar Sögu er flett sést vel að ásýnd og innihald tímaritsins tók
að breytast undir lok sjöunda áratugarins og þó sérstaklega á átt-
unda og níunda áratugnum. Fyrsta skrefið fólst í því að útgáfan
varð reglulegri en áður en frá árinu 1968 hefur hvert bindi tíma -
ritsins í raun verið árgangur, þ.e. náð til eins árs í senn en ekki til
mislangra tímabila eins og tíðkast hafði fram að því.8 Nokkru síðar
fór efni og útlit greina að breytast — síðasta hreina ættfræðigreinin
birtist í Sögu árið 1975 og frá miðjum níunda áratugnum heyrðu
langlokur, sem náðu jafnvel yfir tvo eða þrjá árganga, að mestu sög-
unni til. Á sama tíma varð líka meiri festa í heimildatilvísunum, um
leið og marka má greinilegri áhrif frá alþjóðlegri umræðu í sagn -
fræði á efni tímaritsins.
Segja má að þessari umbreytingu Sögu hafi verið lokið um og
eftir síðustu aldamót, eins og sjá má af lýsingu á útgáfustefnu tíma-
ritsins sem prentuð var í fyrsta sinn innan á kápu haustheftis ársins
2003. „Tímaritið Saga kemur út tvisvar ári, vor og haust“ segir þar:
Ritrýndar greinar og viðhorf mynda stærstu efnisþætti tímaritsins.
Æskileg lengd greina er á bilinu 7–12 þúsund orð en viðhorfa á bilinu
3–7 þúsund orð. Í Sögu birtast einnig viðtöl við fólk sem stendur fram-
arlega í rannsóknum eða miðlun á fortíðinni, sem og dómar um nýjar
bækur og sýningar er varða sögu, einkum Íslandssögu.
Segja má að í þessari lýsingu komi fram flestar þær kröfur sem
gerðar eru til fræðitímarita í alþjóðlegum vísindaheimi: fræðilegar
álitamál20
7 Björn Þorsteinsson, „Þorkell Jóhannesson 1895–1960. Í minning hans,“ Saga 3,
nr. 1 (1960–1963): 5–15, hér 5.
8 Danska tímaritið Historisk tidsskrift steig ekki þetta skref fyrr en árið 1974 en
fram að því hafði það komið út í röðum, bindum og heftum og erfitt er að
greina nokkra reglu í þessu skipulagi útgáfunnar; sjá Vef. „Arkiver“, tidsskrift.
dk. Historisk tidsskrift [danskt], sótt 20. september 2022.