Saga - 2022, Page 23
greinar eru ritrýndar, þær eru innan skynsamlegra lengdarmarka,
heimildatilvísanir eru staðlaðar og tímaritið kemur reglulega út á
ákveðnum tíma árs.9 Saga hafði því markað sér stöðu sem fullgildur
meðlimur í klúbbi norrænna sagnfræðitímarita á borð við Historial -
linen Aikakauskirja og Historisk tidskrift í Finnlandi, Historisk tidsskrift
í Danmörku og Noregi, og Historisk tidskrift í Svíþjóð. Öll þessi tíma-
rit leggja metnað sinn í að halda uppi fræðilegri umræðu um sagn -
fræði og eru að mestu skrifuð á norrænum tungumálum.
Að mínu mati hafa breytingarnar á Sögu heppnast í alla staði vel,
því að ritstjórum og Sögufélagi hefur tekist að skapa lifandi vett-
vang, sem uppfyllir öll alþjóðleg viðmið um rannsóknir í faginu,
fyrir fræðilega umræðu bæði um sögu Íslands og um sagnfræði á
íslensku. Hvorttveggja er mikilvægt því að rannsóknir í sagnfræði,
eins og í flestum greinum hugvísinda, eru að stórum hluta stað -
bundnar, það er að segja þær miðast við afmarkaðan stað og menn-
ingarheim. Sagnfræðin sker sig að þessu leyti frá mörgum öðrum
vísindagreinum, ekki síst í náttúru- og heilbrigðisvísindum, þar sem
gengið er út frá því að rannsóknir virði engin landamæri og niður -
stöður þeirra eigi helst að birtast á einu alþjóðatungumáli, sem nú
er enska. Fáir tala því um íslenska efnafræði og íslenskir líkamar eru
að flestu leyti sama eðlis og erlendir. Íslensk menning er auðvitað í
stöðugu og lifandi sambandi við umheiminn og mótast af alþjóðleg-
um straumum og stefnum, en hún er samt iðkuð að einhverju leyti
í rými sem afmarkast af sérstöku tungumáli og staðbundinni þekk-
ingu. Af þessum sökum er mikilvægt að haldið sé úti metnaðarfullu
tímariti sem er skrifað á íslensku og fylgir öllum þeim faglegu kröf-
um sem gerðar eru til sambærilegra tímarita í nágrannalöndunum.
Á þann hátt tryggjum við að stunduð verði öflug og gagnrýnin
fræðileg umræða um sagnfræði á íslensku.
Framtíð Sögu
Þótt ritstjórn Sögu hafi tekið þá meðvituðu stefnu á síðustu ára -
tugum að aðlaga tímaritið þeim alþjóðlegu kröfum sem eru gerðar
til vísindalegra fagtímarita þá hefur hún um leið lagt áherslu á að
höfða til tiltölulega breiðs hóps lesenda — og virða þannig ekki að
saga og útgáfa fræðitímarita á 21. öld 21
9 Ritrýni á greinum í Sögu er fyrst nefnd í formála að hausthefti 2002 og virðist
tengjast breytingum sem urðu á útgáfunni með skipan ráðgefandi ritnefndar
árið 2002; Hrefna Róbertsdóttir, „Formáli,“ Saga 40, nr. 2 (2002): 5–6.