Saga - 2022, Page 25
frá 2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir fyrir nokkr-
um árum þar sem segir að „[n]iðurstöður rannsókna, sem kostaðar
eru með styrkjum úr sjóðum er falla undir lög þessi [þ.e.a.s. úr Rann -
sóknasjóði, Innviðasjóði og Markáætlun á sviði vísinda, tækni og
nýsköpunar], skulu birtar í opnum aðgangi og vera öllum tiltækar
nema um annað sé samið.“13 Ýmis rök má færa fyrir þessari breyt-
ingu, allt frá því að skattgreiðendur hafi lýðræðislegan rétt til að
kynna sér niðurstöður rannsókna sem eru kostaðar af opinberu fé til
þess að niðurstöður sem birtist í opnum aðgangi fái skjótari og
víðtækari dreifingu en þær sem séu prentaðar í rándýrum tímarit um.
Opinn aðgangur felur þó í sér ákveðna hættu fyrir gæði í vísindum
og tiltrú á niðurstöður rannsókna. Líkt og í heimi fjölmiðl anna mun
takmarkalaus dreifing upplýsinga í vísindum á netmiðl um óhjá-
kvæmilega leiða til upplýsingaóreiðu. Vönduð fagtímarit, eins og
Saga, velja þær greinar sem þau birta af kostgæfni og lesendur eiga
að geta treyst því að þær byggi á traustum rannsóknum. Framleiðsla,
ritrýning og dreifing slíkra fagtímarita kostar aftur á móti fé sem afla
verður á einhvern hátt. Flestir útgefendur alþjóðlegra fræðitímarita
hafa svarað þessari áskorun með því að krefja höfunda um himinhá
gjöld fyrir að birta greinar í opnum aðgangi, en sem dæmi má nefna
að það kostar um 400.000 krónur að birta grein í svokölluðum gulln-
um aðgangi (með því er átt við aðgang að rafrænni útgáfu af grein
eins og hún birtist á prenti) í tímaritinu Scandinavian Journal of Hi -
story.14 Með þessu er í raun verið að flytja áskriftarkostnaðinn frá
bókasöfnum yfir á höfunda greina eða þá sem greiða gjöldin fyrir
höfundana (sem eru í flestum tilvikum annaðhvort opinberir rann-
sóknarsjóðir eða þær stofnanir sem vísindamenn vinna við). Ólíklegt
er að þessi leið standi Sögu til boða, ekki síst vegna þess að hún er í
samkeppni við fræðileg tímarit á borð við Griplu og Ritið sem kostuð
eru af almannafé og munu því tæplega þurfa að krefja höfunda um
greiðslur fyrir að birta greinar í opnum aðgangi.
Enn sem komið er hafa stjórnvöld ekki fylgt fast eftir eigin
lögum um opinn aðgang og erfitt er að sjá fullt samræmi í túlkun á
lagabókstafnum. Á heimasíðu Rannís er anda laganna um opinn
aðgang til að mynda lýst þannig: „Tilgangurinn [með lögunum] er
saga og útgáfa fræðitímarita á 21. öld 23
13 Vef. „Lög um breytingu á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsókn-
ir,“ nr. 149/2012, althingi.is. Alþingi, sótt 26. september 2022.
14 Sjá Vef. „Open Access Cost Finder,“ authorservices.taylorandfrancis.com.
Scandi navian Journal of History, Taylor & Francis, sótt 26. september 2022.