Saga - 2022, Page 33
Akademískt tímarit ― með ritrýndum kjarna
Saga stendur frammi fyrir margháttuðum áskorunum í útgáfu sinni,
ekki síst þeim sem spretta beint af akademísku umhverfi og þróun
þess á síðari árum. Öfugt við nær öll önnur fagtímarit í sagnfræði,
hvort sem er á Norðurlöndum eða annars staðar í vestrænum fræða -
heimi, er Saga gefin út af frjálsum félagasamtökum. Hún nýtur
hvorki fjárstuðnings né skjóls háskóla eða sambærilegrar stofnunar.
Sögufélag, sem gefur út Sögu, er 120 ára gamalt og er borið uppi af
félagsmönnum sem koma jafnt úr röðum fræðimanna og áhuga -
fólks um Íslandssögu. Eitt megineinkenni tímaritsins er hversu fjöl-
breytt það er að efni og aðgengilegt lestrar öllum félagsmönnum. Í
því birtast ritdómar og ritfregnir sem gefa ágæta innsýn í útgáfu -
starf og nýmæli í faginu, lengri og styttri viðhorfsgreinar um það
sem er í deiglunni, ítardómar og aðrir pistlar um sértæk álitamál og
fræðileg þrætuepli. Öfugt við það sem áður var, þegar fáeinir háskóla -
menn skrifuðu að uppistöðu heila árganga tímaritsins, er höfunda-
hópurinn fjölmennur og fjölbreyttur.
Kjarninn er eftir sem áður ritrýndar rannsóknarritgerðir. Á grund -
velli þeirra einna getur tímarit talist faglegur, akademískur birt -
ingar vettvangur í heimi vísinda og fræða. Hvort tímarit þykir fag -
legt og akademískt er auðvitað huglægt upp að vissu marki en á
síðari árum hefur vísindasamfélagið innleitt hlutlæga mælikvarða,
eftir því sem unnt er að smíða þá, til þess að meta og bera saman
tímarit. Þessir kvarðar birtast helst í alþjóðlegum matslistum eða
gagnagrunnum fræðilegra tímarita. Nú er svo komið að til þess að
njóta viðurkenningar sem faglegt, akademískt tímarit þarf tímaritið
að vera skráð í viðurkenndan gagnagrunn eða matslista. Alþjóðlegir
gagnagrunnar og matslistar þjóna hlutverki ytri matsaðila ― til þess
að tímarit sé tekið upp í gagnagrunn eða á matslista er útgáfa þess
vandlega rýnd og sannreynt að tímaritið uppfylli ströng fagleg skil-
yrði. Það er einboðið að Saga verði skráð sem fyrst í alþjóðlegan gagna -
grunn eða á matslista, vilji útgefendur og félagsmenn Sögu félags að
tímaritið njóti áframhaldandi viðurkenningar sem fræðilegur vett-
vangur. Sögufélag hefur hafið það ferli en það er tímafrekt.
Ég var annar ritstjóra Griplu, tímarits Árnastofnunar í Reykjavík,
þegar það lauk slíku ferli og var skráð í alþjóðlegan gagnagrunn
fyrir nokkrum árum. Í sem stystu máli snúast kröfur slíkra gagna-
grunna um faglega umgjörð útgáfunnar og að umgjörðin sé tryggð
saga og útgáfa fræðitímarita á 21. öld 31