Saga - 2022, Blaðsíða 39
fjölsótt og umræður líflegar og er ekki annað hægt að segja en að
efnislegur fjölbreytileiki málstofanna á ráðstefnunni, fjöldi þátttak-
enda og frjó skoðanaskipti innan og utan fyrirlestrasala beri vitni
um sterka stöðu sagnfræðinnar í annars meira lagi fallvaltri veröld.
Raunar standa Norrænu sagnfræðingaþingin traustum fótum í
gamalli hefð, þar sem fyrsta þingið var haldið í Lundi árið 1905 og
hafa ráðstefnurnar verið fastur og mikilvægur liður í að styrkja sam-
starf sagnfræðinga á Norðurlöndum æ síðan.2
Flest ofannefnd sagnfræðitímarit eiga sér enn eldri sögu. Þannig
var danska Historisk tidsskrift hrundið af stað 1839 og er það því elsta
sagnfræðirit sinnar tegundar í heimi.3 Útgáfa á norska Historisk tids-
skrift hófst 1870, fyrsta hefti af hinu sænska Historisk tidskrift kom
1881, finnska Historiallinen Aikakauskirja var stofnað 1903 og árið
1916 kom svo út í fyrsta sinn Historisk tidskrift för Finland, vettvangur
finnskra sænskumælandi sagnfræðinga. Ekki má gleyma Sögufélagi
í þessu sambandi, sem stofnað var 1902. Sögufélag gaf út tímaritið
Blöndu frá 1916 til 1953, en tímaritið Saga hefur verið fastur punktur
í útgáfu félagsins síðan 1949. Öll eru þessi tímarit stofnuð fyrir
tilstilli félaga um sagnfræði. Tilkoma sögufélaganna og -tímaritanna
er ekki aðeins nátengd þróun sagnfræði sem fræðigreinar á nítjándu
öld heldur einnig þjóðernisrómantík og pólitískri þróun á þessum
tíma þar sem markmið þeirra var fyrst og fremst rannsóknir á sögu
nýju þjóðríkjanna.4
Tímaritið Scandia á sér svolítið öðruvísi sögu en hin framan -
greindu. Fyrsta tölublað var gefið út árið 1928 að frumkvæði bræðr -
anna Lauritz og Curt Weibull í Lundi auk Erik Arup í Kaup manna -
höfn. Allir voru þessir menn fulltrúar hins svokallaða „källkritiska
skola“, sem einna helst er tengdur við áherslu á aukna eða styrkari
heimildarýni, og var tímaritinu ætlað að vera málgagn þeirrar stefnu.5
saga og útgáfa fræðitímarita á 21. öld 37
2 Um þörf eða vanþörf á norrænum sagnfræðingaþingum skrifaði Kenneth
Nyberg nýlega á heimasíðu Svensk historisk förening. Sjá: Vef. Kenneth Nyberg,
„Nordiska historikermöten behövs de?,“ svenskahistoriskaforeningen.se, 31.
ágúst 2022. Svenska Historiska Föreningen, sótt 19. september 2022.
3 Til samanburðar má geta þess að þýska Historische Zeitschrift var stofnað 1859,
franska Revue Historique 1876 og English Historical Review 1886.
4 Claus Møller Jørgensen, „Historisk ånd og intresse. Historisk tidsskrift 1839–
1865,“ Historisk tidsskrift (DK) 114, nr. 1 (2014): 3–35, hér 3.
5 Vef. „Om tidskriften,“ journals.lub.lu.se/scandia. Scandia, sótt 9. september
2022.