Saga - 2022, Page 46
Velgengni?
Gríðarleg ásókn er frá fræðasamfélaginu og almennum höfundum
á sviði sagnfræði og skyldra greina í að fá verk sín útgefin hjá
Sögufélagi. Mörgum útgáfutillögum er vísað frá árlega og er Sögu -
félag undantekningarlítið fyrsta val þeirra höfunda sem til þess
leita. Útgáfa Sögufélags nýtur virðingar og velgengni sem birtist í
þeim fjölda verðlauna og viðurkenninga sem bækur þess hafa hlotið
á síðustu árum. Óhætt er að fullyrða að hlutfallslegur fjöldi tilnefn-
inga, verðlauna og viðurkenninga fyrir útgáfu félagsins sé eins -
dæmi. Hönnun bóka hefur einnig tekist vel og vakið sérstaka eftir-
tekt, langt út fyrir hefðbundinn hóp sagnfræðinga og áhugafólks
um sögulegt efni. Gullverðlaun FÍT (Félags íslenskra teiknara) fyrir
bókahönnun, gullverðlaun ADCE (Art Directors Club Europe) og
tilnefning til Hönnunarverðlauna Íslands eru á meðal viðurkenn -
inga sem bækur félagsins hafa hlotið, auk tilnefninga og verðlauna
fyrir fræðibækur: Íslensku bókmenntaverðlaunin, Viðurkenning
Hag þenkis, Fjöruverðlaunin og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bóka-
verslana. Athyglin sem slíkar viðurkenningar veita er afar mikilvæg
fyrir Sögufélag og stækkar óhjákvæmilega hóp þeirra sem veita
starfseminni og afurðum félagsins athygli. Markmið félagsins hlýtur
alltaf að vera að rit þess nái til sem allra flestra. Það hefur verið leiðar -
ljós félagsins frá upphafi.
Útgáfa þverfaglegra rita er hluti af útgáfustefnu félagsins, en
jafnframt er hugað að öllum sviðum og tímabilum sögunnar. Þetta
er að hluta til tryggt með mismunandi flokkum og ritröðum félags-
ins sem ætlað er að miðla sagnfræðilegu efni á ólíkan hátt. Sem
dæmi má nefna Smárit Sögufélags, sem eru helguð styttri rannsókn-
um eða fyrstu verkum ungra fræðimanna, og Safn Sögufélags, sem
er ritröð þýddra rita síðari alda um Ísland og Íslendinga. Fjölbreytni
í miðlun hefur stóraukist, en sótt hefur verið fram á vef, sam-
félagsmiðlum og í hlaðvarpi. Leitast er við að hafa kynjajafnvægi í
stjórn og ritstjórn um sem og meðal höfunda og ritrýna. Sam starfs -
aðilar Sögufélags eru fjölmargir: Fræðimenn, félagasamtök, háskólar
og opinberar stofnanir, en jafnframt hefur verið lögð áhersla á að
vinna með ungum sagnfræðingum og sagnfræðinemum og skapa
vettvang fyrir þá í fræðaheiminum, til dæmis með því að gefa út
fyrstu bækur efnilegra höfunda.
Sögufélag hefur áunnið sér traust meðal fræðimanna. Verkferlar
þess hafa skilað afar vel heppnuðum bókum sem eru mikilvægar
álitamál44