Saga - 2022, Page 50
Á 110 ára afmæli félagsins árið 2012 var Saga fyrst birt á vefnum
Tímarit.is, þá með fimm ára birtingartöf. Til að mæta eindregnum
óskum um opnara aðgengi stytti stjórn birtingartöf úr fimm árum í
þrjú árið 2018. Árið 2021 var svo stigið stórt skref með opnun vef-
lægs gagnagrunns á sérstökum vef tímaritsins, saga.sogufelag.is.
Áskriftargjöld duga ennþá fyrir meirihluta framleiðslukostnaðar
tímaritsins (ritstjórn, umbroti, prófarkalestri, þýðingum og fleiru).
Sjálfur prentkostnaðurinn er einungis lítill hluti. Ef tímaritið verður
eingöngu gefið út rafrænt og í opnum aðgangi hverfa tekjurnar sem
hingað til hafa greitt fyrir það sem þarf til að ritstýra og búa efnið úr
garði. Rekstrarleg sjónarmið útgefanda fyrir lokaðri Sögu miða ein-
faldlega að því að halda lífi í tímaritinu.
Að því sögðu stendur vilji til þess að Saga verði jafnframt áfram
gefin út í prentuðu formi í minna upplagi fyrir þá sem þess óska,
enda mikilvægt til þess að tryggja aðgengi fyrir alla. Það hentar ekki
öllum að lesa af skjá. Þá eru einnig fordæmi fyrir því að tímarit sem
eingöngu eru gefin út rafrænt hljóti ekki jafn mikla athygli og dreif-
ingu, þau fari framhjá þeim sem ekki eru beinlínis áskrifendur og
nýir lesendur eiga þess ekki kost að rekast á þau í bókabúðum eða
bókasöfnum.
Sögufélag hefur síðastliðin ár leitað ýmissa leiða til að styrkja
fjármögnun tímaritsins og sótti meðal annars um styrk til Innviða -
sjóðs Rannís en þeirri umsókn var hafnað. Helstu styrkleikar um -
sóknar sem matsnefnd tilgreindi voru: „Um er að ræða umsókn til
að auka aðgengi að rannsóknarniðurstöðum, sem er í samræmi við
stefnu um opin vísindi.“ Á móti vöktu athygli helstu veikleikar um -
sóknar sem nefndir voru: „Birting ritrýndra tímarita í opinberum
aðgangi er mikil vægt verkefni, en fellur ekki að viðmiðum Innviða -
sjóðs, hvorki sem hefðbundinn innviður né sem viðamikill innviður
eða innviðakjarni á vegvísi.“ Hvað þykir sagnfræðingum og há -
skóla fólki um þessa skilgreiningu á rannsóknarinnviðum?
Frumvarp um stuðning við bókaútgáfu hefur heldur ekki gagn -
ast Sögu, frekar en öðrum fagtímaritum, þar sem um tíma rit er að
ræða með ISSN-númeri, en ekki bók með ISBN-númeri, sem er for-
senda fjárstuðnings samkvæmt frumvarpinu. Hér hamlar hin sér -
íslenska víða skilgreining „tímarit“ sem endurspeglar ekki hinn
mikla mun sem til dæmis enska tungan gerir með orðunum „journal“
og „magazine“. Fræðileg tímarit falla hér á landi í sama flokk og
frétta- eða „glanstímarit“. Til þess að útgáfa tímaritsins leggist ekki
af vegna fjárskorts verður því enn um sinn að ganga gegn kerfis -
álitamál48