Saga - 2022, Page 53
helgi þorláksson
Guðmundur góði, vondur biskup?
Um Guðmund biskup Arason hinn góða
og vonda dóma um hann
Guðmundur góði Arason biskup hefur iðulega fengið furðuharða dóma,
bæði sagnfræðinga og annarra sem um hann hafa ritað. Höfundar sem
rituðu í anda þjóðernishyggju héldu því fram að Guðmundur biskup
hefði gefið sig á vald erlendum öflum, páfa og erkibiskupi, kveikt
ófriðarbál og valdið endalokum þjóðveldis. Í seinni tíð hafa sagnfræð -
ingar almennt snúist gegn þessari söguskoðun með þungvægum rök-
um. Hins vegar kemur fram í skrifum höfunda, líka sagnfræðinga, að
Guðmundi hafi verið mislagðar hendur sem biskupi og val hans til
starfans verið mistök. Stjórn hans á fjármálum stólsins á Hólum hafi
verið lítil, jafnvel glórulaus, hann hafi sóað fjármunum, og maðurinn
auk þess verið óbilgjarn og ofsafenginn og er það síendurtekið þegar
segir frá honum. Í greininni er þetta reifað og gagnrýnt og kannað
hvort í þessu komi fram söguskoðun mótuð af þjóðernis hyggju.
Uppruni Guðmundar og prestskapur
Tvennt mun öðru fremur hafa vakið athygli samtímamanna á prest-
inum Guðmundi Arasyni.1 Annað var að hann fór um með helga
Saga LX:2 (2022), bls. 51–81.
1 Aðalheimild um Guðmund sem biskup er Íslendingasaga Sturlu Þórðarsonar í
Sturlungu. Frá fjórtándu öld eru til fjórar gerðir af sögu Guðmundar. Stefán
Karlsson gerði grein fyrir þeim, sbr. „Guðmundar sögur biskups. Authorial
view points and methods,“ Stafkrókar. Ritgerðir eftir Stefán Karlsson gefnar út í
tilefni af sjötugsafmæli hans 2. desember 1998, ritstj. Guðvarður Már Gunnlaugsson
(Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, 2000). Gunnvör Karlsdóttir
fjallaði um gerðirnar í doktorsritgerð sinni, Guðmundar sögur biskups. Þróun og
ritunarsamhengi (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2017). Um mikilvægi Guðmundar
í Íslandssögunni og einkum um áhuga fræðimanna á honum sjá: Hjalti Huga -
son, „Guðmundar sögur biskups. Andmæli við doktorsvörn,“ Ritröð Guðfræði -
stofnunar 45 (2017): 48‒60.
G R E I N A R
Helgi Þorláksson, htho@hi.is