Saga - 2022, Page 55
að Guðmundur hafi nefnst „góði“ af því að hann hafði spádóms-
gáfu.6 Ólafur Lárusson sagði að engum hefði hlotnast kenningar-
nafnið „góði“ öðrum en þeim „sem báru langt af öðrum mönnum
að bænrækni, trúrækni og öðrum góðum siðum“.7 Ekki fór á milli
mála að Guðmundur reyndist góður þeim sem voru fátækir og van-
máttugir. Hins vegar þarf viðurnefnið ekki að tengjast góðmennsku
hans í garð fátækra og þar með lítt takmarkaðri gjafmildi, eins og oft
mun ætlað. Fram kemur að fleiri prestar en Guðmundur vígðu vatn
en vígslur Guðmundar töldust hafa mest áhrif og hann virðist ekki
hafa haldið aftur af sér við vígslu brunna, því ítrekað er sagt frá slík-
um vígslum.8 Mikill fjöldi manna virðist hafa fengið trú á Guð -
mundi. Mynd Guðmundar mun vera eitthvað ýkt í Prestssögunni
en víst mun að hann hefur verið þekktur og vinsæll, glaðlegur í
framgöngu og alþýðlegur. Segir að hann hafi verið „æ með hýrligu
yfirbragði“.9
Stórgoðinn Kolbeinn Tumason, sálmaskáldið kunna af ætt Ás -
birn inga, hafði þá hugmynd þegar Brandur Hólabiskup féll frá 1201,
að gera Guðmund arftaka hans. Guðmundur var kosinn biskupsefni
árið 1201 á Völlum, líklega þar sem þingstaður Skagfirðinga var við
Vallalaug.10 Jafnframt var boðinn fram sem biskupsefni Magnús
Gissurarson af Haukdælaætt, sonur Gissurar Hallssonar lögsögu-
manns, en Guðmundur varð hlutskarpari. Kolbeinn fór með Guð -
mundi biskupsefni til Hóla eftir kjörið og tók „ráð öll undir sig og
búsfar að engu loforði biskupsefnis“.11 Kolbeinn virðist hafa lagt
mest upp úr að stýra fjármálum á staðnum, Guðmundur réð engu
um þau veturinn 1201‒1202. Kannski var Kolbeini stætt á þessu þar
guðmundur góði, vondur biskup? 53
6 Den norsk-islandske skjaldedigtning, útg. Finnur Jónsson (Kaupmannahöfn,
1912‒1915), 415 (17. erindi).
7 Ólafur Lárusson, „Guðmundur góði í þjóðtrú Íslendinga,“ Byggð og saga
(Reykja vík: Ísafoldarprentsmiðja, 1944), 244–279, sjá 249. Magnús Már Lárus -
son skrifar að Guðmundur hafi hlotið viðurnefnið „góði“ vegna „sin religiøse
ivær“, „Guðmundr inn góði,“ Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder V,
ritstj. Jakob Benediktsson, Magnús Már Lárusson (Reykjavík: Bókaverzlun
Ísafoldar, 1960), 538‒539.
8 Byskupa sögur II (1953), 211, 214, 242, 244‒245, 248; Gunnar F. Guðmundsson,
Íslenskt samfélag og Rómakirkja, 292, 296.
9 Byskupa sögur III (1953), 189.
10 Stungið hefur verið upp á Víðivöllum eða Völlum í Svarfaðardal, en hvorugt
er sennilegt.
11 Sturlunga saga I, 153 (Prestssagan).