Saga - 2022, Síða 56
sem Guðmundur hafði ekki verið vígður biskup.12 Kolbeinn snerist
gegn þeirri tilhneigingu Guðmundar að gefa fátæklingum meiri mat
en hann taldi við hæfi og sagði þetta varasamt.
Til samanburðar skal litið til þess að Oddaverjar og Haukdælir
fylgdust með fjármálum í Skálholti, þar sem biskupar þar munu
hafa borið þau undir þá. Þannig var að minnsta kosti í tíð Þorláks
biskups Þórhallssonar, eftir því sem ráðið verður af sögu hans.
Þorlákur hafði menn í því að sjá um fjármálin fyrir sig og mun þar
átt við starfsmenn undir stjórn hans. Klængur biskup þótti ekki hafa
fulla gát á fjármálum, eins og kemur fram í Hungurvöku, og gerðust
„fjárhagir óhægir“ í Skálholti. Þegar Þorlákur tók við af Klængi voru
Jón Loftsson og Gissur Hallsson viðstaddir og enn „forsjármenn
héraðsins“ og kom fram að þá var „mikil skuld gör“. Staða fjármála
var með öðrum orðum tekin út að viðstöddum höfðingjum og
reyndist ekki góð. Ekki er getið annarrar slíkrar úttektar meðan
Þorlákur stjórnaði en tekið fram að vitrum mönnum þótti hann
stjórna fjármálum viturlega. Undir lok ævi sinnar (d. 1193) „reiknaði
hinn sæli Þorlákur fyrir kennimönnum og höfðingjum fjárhagi
staðarins og hafði allmikið græðst meðan hann hafði fyrir ráðið og
því, með þeira ráði, lagði hann þá enn til frænda sinna fátækra
nökkur fé“.13 Af þessu verður ráðið að höfðingjar gátu haft eftirlit
með fjármálum en biskup stýrði þeim.14 Ný útgjöld voru rædd, eins
og framfæri fátækra frænda Þorláks biskups, og skyldu miðuð við
fjárhag stólsins almennt. Það hafði vakið athygli þegar Guðmundur
var prestur að hann varði kaupi sínu til framfærslu fátækra og
frænda sinna, sjö ómaga alls. Þetta blessaðist, að sögn, þar sem Guð -
mundur treysti Guði og góðir menn og guðhræddir veittu stoð.
Guðmundur vildi hafa bróðursyni sína, víst fátæka, á framfæri stóls-
helgi þorláksson54
12 Svo Hjalti Hugason, „Átök um samband ríkis og kirkju. Deilur Guðmundar
Arasonar og Kolbeins Tumasonar í kirkjupólitísku ljósi,“ Saga 47, nr. 1 (2009):
122–148, sjá 141‒142.
13 Þorláks saga byskups in elzta (Þorláks saga A), Biskupa sögur II, útg. Ásdís
Egilsdóttir, Íslenzk fornrit XVI (Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 2002),
63‒64, 68, 80. Í Þorláks sögu B (sama útgáfa) segir að Þorvaldur, sonur Gissurar
Hallssonar, hafi verið biskupi aðstoðlegur við uppgjör, sjá 185‒186.
14 Þetta er líka skoðun Orra Vésteinssonar, The Christianization of Iceland. Priests,
Power and Social Change 1000‒1300 (Oxford: Oxford University Press, 2000),
174‒175. Líklega byggist þessi skipan á skilningi sem samið var um í sættar-
gerðinni í Worms 1122. Sjá um hana: Hjalti Hugason, „Átök um samband ríkis
og kirkju,“ 138.