Saga - 2022, Blaðsíða 58
Þetta er sótt í ummæli í Pálssögu biskups en þar stýrði penna
andstæðingur Guðmundar. Hann fer líka mjög niðrandi orð um um
liðsmenn biskups, talar um illþýði, ránsmenn og raufara.18 Í sjálf -
stæðisbaráttunni á nítjándu öld og fyrstu áratugum tuttugustu aldar
tóku fræðimenn upp ummæli Pálssögu og voru ekki tortryggnir á
þau. Þeir töldu að krafa Guðmundar um dómsvald yfir klerkum
hefði verið ósanngjörn í garð leikmanna og strítt gegn lögum lands-
ins. Verst þótti þó höfundum á tímum sjálfstæðisbaráttunnar að
Guðmundur hefði fylgt fyrirmælum erkibiskups í Niðarósi (Þránd -
heimi) og gefið honum þannig tilefni til afskipta af íslenskum inn-
anlandsmálum. Þetta hefði síðan leitt til afskipta konungs á Íslandi
og valdið því að þjóðveldið (930‒1262) leið undir lok og Íslendingar
glötuðu sjálfstæði. Guðmundur greiddi með öðrum orðum hinum
erlendu öflum leið hérlendis og vegna íhlutunar þeirra missti landið
„frið og frelsi“, eins og Jón forseti Sigurðsson ritaði.19 Í ummæl un -
um um „frið og frelsi“ er þeim skilningi gefið undir fótinn að ófrið ar -
bál Sturlungaaldar megi rekja til Guðmundar og ófáir fullyrtu að
svo hefði verið, svo sem Jón Helgason biskup.20
Persóna Guðmundar var dregin inn í umræðuna; hann hefði
verið dagfarsprúður og hógvær sem prestur en hefði umturnast sem
biskup, reynst „þverlyndur, þröngsýnn og óbilgjarn“ og „einþykk-
ur“, eins og Bogi Th. Melsteð ritaði.21 Jón Aðils skrifaði að Guð -
mundur hefði verið „þrályndur og ofstækisfullur“.22 Almenn niður -
staða höfunda var sú að Guðmundur hefði gefið fátækum óhóflega
af matarbirgðum á Hólum og verið vanhæfur biskup. Jón Sigurðs -
son forseti ritaði að kjör hans hefði verið „óheillakosning“ og Bogi
Th. Melsteð tengdi kjörið við „óhamingju“.23 Allt átti þetta eftir að
enduróma í skrifum síðar.
Mikið hefur verið skrifað um framgöngu Guðmundar eftir 1930
eða svo, og má kannski skipta helstu höfundum um þetta í þrjá
helgi þorláksson56
18 Páls saga byskups, Biskupa sögur II, útg. Ásdís Egilsdóttir, Íslenzk fornrit XVI
(Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 2002), 321, 323.
19 Íslenzkt fornbréfasafn I (Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmentafélag, 1857), 356.
20 Jón Helgason, Kristnisaga Íslands frá öndverðu til vorra tíma I (Reykjavík:
Félagsprentsmiðjan, 1925), 110‒129, sjá einkum 125.
21 Bogi Th. Melsteð, Þættir úr Íslendinga sögu (Kaupmannahöfn, 1900, 1901, 1909),
196.
22 Jón Aðils, Íslandssaga (Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja, 1946), 104. Fyrstu útgáf-
ur 1915 og 1923.
23 Íslenzkt fornbréfasafn I, 428; Bogi Th. Melsteð, Þættir úr Íslendinga sögu, 190.