Saga - 2022, Síða 59
hópa. Nokkrir risu gegn skoðun Jóns Helgasonar biskups um að
upptök ófriðarins á Sturlungaöld bæri að rekja til Guðmundar. Þar á
meðal voru guðfræðingarnir Magnús Helgason og Magnús Jóns son
og báru þeir blak af Guðmundi að þessu leyti þótt þeir teldu hann
annars slæman biskup.24 Þeir töldu Guðmund reyndar svo slæman
biskup að þeir kölluðu biskupsval hans „ógæfu“ eða „glap ræði“ og
voru þar á bylgjulengd með Jóni Sigurðssyni og Boga Th. Melsteð.
Í öðru lagi voru þeir sem samsinntu Jóni biskupi í flestu, fannst
trúmaðurinn Guðmundur athyglisverður en gagnrýndu stefnu hans
í biskupsembætti og mátu hann vanhæfan biskup. Þeir töldu alvar-
legt að Guðmundur hefði grafið undan þjóðveldinu og höfðu vissa
samúð með andstæðingum hans. Hér undir heyra fræðimenn eins
og Einar Ólafur Sveinsson, Sigurður Nordal og Jón Jóhannesson.25
Í þriðja lagi eru svo þeir sem eru lítt eða ekki mótaðir af þjóðernis -
hyggju og líta svo á að kirkjuvaldsstefnan sem Guðmundur fylgdi
hafi verið eðlileg. Þeir telja Guðmund athyglisverðan guðsmann og
stefnu hans í biskupsstarfi eðlilega en hafa lýst skoðunum um að
honum hafi verið mislagðar hendur í starfi sem biskupi. Í þessum
þriðja hópi eru Magnús Stefánsson og Gunnar F. Guðmundsson. Í
skrifum sínum árið 1975 kenndi Magnús sagnfræðingum að leggja
ekki mælistiku þjóðernishyggju á málstað Guðmundar sem biskups.
Á hinn bóginn er Magnús heldur neikvæður í garð Guðmundar sem
stjórnanda og Gunnar tekur að sumu leyti undir það.26
Persóna Guðmundar var jafnan dregin inn í matið. Einar Ólafur
Sveinsson sagði meðal annars um Guðmund að hann hefði verið
„vanstillingarmaður … ógætinn … með lokuð augu fyrir veruleik-
guðmundur góði, vondur biskup? 57
24 Magnús Helgason, „Guðmundur biskup Arason,“ Kvöldræður í Kennara skól -
anum 1909‒1929 (Reykjavík: Prestafélag Íslands, 1931), 87‒89; Magnús Jónsson,
„Guðmundur biskup góði,“ Samtíð og saga I (1941): 115‒134. Flosi Sigur björns -
son tók undir skoðanir þeirra, „Guðmundur biskup Arason hinn góði og hrun
íslenzka þjóðveldisins 1262‒’64,“ Á góðu dægri. Afmæliskveðja til Sigurðar
Nordals ([Reykjavík]: Helgafell, 1951), 76‒82.
25 Einar Ól. Sveinsson, Sturlungaöld. Drög um íslenzka menningu á þrettándu öld
(Reykjavík: Kostnaðarmenn nokkrir Reykvíkingar, 1940), 122‒123; Sigurður
Nordal, Íslenzk menning I, Arfur Íslendinga (Reykjavík: Mál og menning, 1942),
318‒320; Jón Jóhannesson, Íslendinga saga I. Þjóðveldisöld (Reykjavík: Almenna
bókafélagið, 1956), 249‒253.
26 Magnús Stefánsson, „Kirkjuvald eflist,“ Saga Íslands II, ritstj. Sigurður Líndal
(Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, Sögufélag, 1975), 55–144, hér 119, 122,
123, 131, 134‒136; Gunnar F. Guðmundsson, Íslenskt samfélag og Rómakirkja, 64.