Saga - 2022, Síða 61
árið 2006 að Guðmundur hafi flutt mál kirkjunnar „af mestri óbil -
girni á 13. öld“.33 Sama ár segir Jón Þ. Þór að öfgarnar í skapgerð
Guðmundar hafi valdið því að erfitt reyndist að ná sáttum og árið
2007 virðist hann enduróma orð Magnúsar Stefánssonar og annarra,
það er að segja almenna eða ríkjandi skoðun, þegar hann segir að
biskupsdómur Guðmundur hafi verið stormasamur enda hafi hann
sjálfur verið „óbilgjarn og ofsafenginn …“.34 Hjalti Hugason ritar
2012 að Guðmundur hafi komið fram sem „ósveigjanlegur öfga -
mað ur eins og fram kemur í … ölmusugæðum og átökum við höfð -
ingja“ og megi túlka sem „meðfæddan skapgerðarbrest“. Hann
segir líka að framkoma Guðmundar lýsi sér í „yfirdrifnum og mót-
sagnakenndum viðbrögðum hans í samskiptum við fátæka og ver-
aldlega höfðingja …“35
Gunnar F. Guðmundsson hefur ritað manna best um trúmann -
inn og dýrlingsefnið Guðmund. Hann telur að Guðmundur hafi
sem prestur líklega notað helga dóma of títt og ekki fylgt reglum um
vígslur klerka en tilgreinir skýringar á þessu sem höfundar Guð -
mundarsagna fjórtándu aldar drógu fram, Guðmundi til málsbóta.
Í texta frá 2000 ályktar Gunnar almennt um Guðmund á þessa leið:
„Honum var annað betur gefið en að stýra biskupsstóli. Jafnvel er
ekki laust við að á ráfi sínu um landið hafi Guðmundur biskup
öðrum þræði verið að flýja þær skyldur sem hann hafði ekki löngun
eða burði til að rísa undir“.36 Gunnar er hins vegar alveg laus við
það í þessum skrifum að gefa persónu Guðmundar eða skapgerð
ákveðnar einkunnir.
Höfundum er ekki tamt að útskýra af hverju þeir gefa Guð mundi
umræddar skapgerðareinkunnir. Í Prestssögunni segir að Guð mund -
ur prestur hafi gerst „svo mikill trúmaður í bænahaldi og tíða gerð og
örlæti og harðlífi að sumum mönnum þótti halda við vanstilli“.37
guðmundur góði, vondur biskup? 59
33 Vésteinn Ólason, Guðrún Nordal og Sverrir Tómasson, Íslensk bókmenntasaga
1 (Reykjavík: Mál og menning, 2. útg., 2006), 321.
34 Jón Þ. Þór, „Saga biskupsstóls á Hólum í Hjaltadal,“ Saga biskupsstólanna, aðal-
ritstj. Gunnar Kristjánsson, ritstj. Óskar Guðmundsson ([Akureyri]: Bóka útgáf an
Hólar, 2006), 245–401, hér 298; Jón Þ. Þór, „Dýrlingur alþýðunnar,“ Sagan öll 11
(2007): 42‒50, sjá 50.
35 Hjalti Hugason, „Áfallatengt álagsheilkenni á miðöldum? Ráðgátan Guð -
mundur Arason í ljósi meðferðarfræða nútímans,“ Skírnir 186 (vor 2012):
98‒124, sjá 121, 122.
36 Gunnar F. Guðmundsson, Íslenskt samfélag og Rómakirkja, 64, sbr. og 180, 296.
37 Sturlunga saga I (1946), 134.