Saga - 2022, Side 62
Þetta hefur kannski gefið sumum höfundum tilefni til að nefna
öfgar og ofsa en það kemur ekki fram. Samhengi sýnir að flestir höf-
undanna munu hafa haft í huga framkomu Guðmundar gagnvart
höfðingjum leikmanna, kröfu hans um dómsvald yfir klerk um,
forboð hans og bannfæringu og líka fjármálastjórn á Hó lum sem er
tengd gjafmildi hans. Þetta mat höfunda sem hér var rakið skal tekið
til skoðunar og er spurt hvort neikvæð mynd Guð mundar biskups
á lýðveldistímanum (þ.e. eftir 1944) endurómi skoð anir sem voru
mótaðar af þjóðernishyggju og frelsisbaráttu og hvort þetta beri að
endurskoða. Viðfangsefnið er hvernig ritheim ildir um Guðmund
sem biskup hafa verið túlkaðar.
Kirkjuvaldsstefna og þjóðernishyggja
Í sjálfstæðisbaráttunni réð þjóðernishyggja skrifum fræðimanna um
söguna en nokkrir sagnfræðingar sögðu slíkri söguskoðun nánast
stríð á hendur á sjöunda áratug síðustu aldar og töldu að forsendur
hennar væru rangar.38 Meginforsendan fyrir hinni gömlu skoðun
var sú að Íslendingum sem þjóð á þjóðveldistíma hefði verið í mun
að verja og vernda sjálfstæði sitt. Það væri hverri þjóð áskapað að
vilja stjórna sér sjálf. En þetta þarf ekki að vera svo, það var varla
fyrr en við lok átjándu aldar að farið var að halda fram að „þjóðum“,
hópum fólks með ákveðin samkenni (stundum nefnt ethnie, á okkar
tíð, og kallað „þjóðflokkur“), væri fyrir bestu að stjórna sér sjálfar.
Það má telja víst að Íslendingar hugsuðu ekki svona á þjóðveldis-
tímanum, fyrir 1262. Við tölum um „pólitískar þjóðir“ í þessu sam-
hengi, þær sem stjórna sér sjálfar, eins og Íslendingar frá 1918, og
svo eru þjóðir sem eru skilgreindar út frá menningu fremur en póli-
tík og sjá ekki endilega hag í sjálfstæði.39 Þannig var um Íslendinga
helgi þorláksson60
38 Sigurður Líndal, „Utanríkisstefna Íslendinga á 13. öld og aðdragandi sáttmál-
ans 1262‒64,“ Úlfljótur 17 (1964): 5–36; Bergsteinn Jónsson, „Fáein orð um upp-
haf einveldis,“ Saga 4 (1964): 70‒85, einkum 82‒84; Magnús Már Lárusson,
„Sagnfræðin,“ Saga 7 (1969): 130‒131.
39 Gunnar Karlsson, „Upphafsskeið þjóðríkismyndunar 1830‒1874,“ Saga Íslands
IX, ritstj. Sigurður Líndal og Pétur Hrafn Árnason (Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag, Sögufélag, 2008), 163–374, hér 304‒315; Sverrir Jakobsson,
„Hvers konar þjóð voru Íslendingar á miðöldum?“ Skírnir 173 (1999): 111‒140;
Ingi Sigurðs son, Erlendir straumar og íslenzk viðhorf. Áhrif fjölþjóðlegra hugmynda-
stefna á Íslend inga 1830‒1918 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2006), 122‒156, eink-
um 144‒148; Jón Sigurðsson, Eigi víkja. Umræðurit um íslenska þjóðvitund, þjóð-