Saga - 2022, Page 63
á þjóðveldistíma. Þegar stóð í þeim að ganga Noregskonungi á hönd
var það helst vegna skatts. En þeir voru þreyttir á ófriði, létu til
leiðast, keyptu frið fyrir skatt og gengu konungi á hönd.40
Landsmenn á nítjándu og tuttugustu öld sem voru mótaðir af
þjóðernishyggju í söguskoðun sinni höfðu illan bifur á hinni erlendu
kirkjuvaldsstefnu sem Guðmundur biskup fylgdi; líka er talað um
baráttu fyrir frelsi kirkjunnar (libertas ecclesiae). Stefnan var fólgin í
viðleitni forkólfa kirkjunnar við að losna undan hælnum á veraldar -
valdi, greina að andlegt og veraldlegt vald eftir mætti og efla sjálf -
stæði kirkjunnar. Þessa gætti fyrst á Íslandi þegar erkibiskup fól
Þorláki Þórhallssyni nývígðum árið 1178 að ná jarðeignum kirkj -
unnar undir sína stjórn og hann krafðist forræðis „staða“ eins og
Odda. Á tímum sjálfstæðisbaráttunnar um 1900 og lengst af á tuttug-
ustu öld var litið á baráttu biskupa fyrir forræði staða, eins og fleira,
sem erlenda yfirgangsstefnu. Gagnrýni sjöunda áratugarins á þjóð-
ernislega söguskoðun beindist einkum að pólitískri sögu og umræðu
um konungsvald. En eftir tímamótaskrif Magnúsar Stefánssonar árið
1975 lærðist fræðimönnum að endurmeta kirkjuvaldsstefnuna og líta
á málin af sjónarhóli kirkjunnar. Vissulega höfðu „staðirnir“ verið
gefnir kirkjum, dýrlingum og Guði þannig að forræði biskupa virtist
ekki óeðlilegt.41 Afskipti erkibiskupa voru skoðuð í nýju ljósi.42
Í skrifum Magnúsar árið 1975 kom fram að frelsisbarátta Guð -
mundar og annarra hefði leitt til umbóta fyrir kirkjuna, að yfirstjórn
erkibiskups í Noregi yfir kirkjunni hérlendis hefði verið sjálfsögð og
að krafan um dómsvald kirkjunnar yfir klerkum hefði verið eðlileg.
Magnús ljáði ekki máls á því að afskipti erkibiskups hefðu leitt til að
Íslendingar glötuðu sjálfstæði og benti á að íslenskir höfðingjar hefðu
guðmundur góði, vondur biskup? 61
erniskennd og þjóðhyggju, forsendur og mótun (Reykjavík: Bókaútgáfan Hólar, 2013),
140‒144; Birgir Hermannsson, Stjórnmál (Reykjavík: Hið íslenska bókmennta-
félag, 2020), 117 (um ethnie: þjóðflokk); Eiríkur Bergmann, Þjóðarávarpið. Popúl ísk
þjóðernishyggja í hálfa öld (Reykjavík: JPV útgáfa, 2021), 53‒54.
40 Gamla sáttmála frá 1262 má nýta sem heimild um þetta, þar er skattur til kon-
ungs samþykktur í fyrstu en segir síðan, „Hér í móti skal konungur láta oss ná
friði …“. Friður er enn nefndur tvisvar. Dauflegar undirtektir norðlenskra
bænda við viðtökubeiðni goða um 1255 má túlka þannig að þeir hafi verið
langþreyttir á ófriði.
41 Magnús Stefánsson, Kirkjuvald eflist, 92‒109.
42 Guðrún Ása Grímsdóttir, „Um afskipti erkibiskups af íslenzkum málefnum á
12. og 13. öld,“ Saga 20 (1982): 28‒38; Helgi Þorláksson, „Rómarvald og kirkju -
goðar,“ Skírnir 156 (1982): 51‒67.