Saga - 2022, Blaðsíða 65
um að alls kyns hjátrú, hégilja og hindurvitni hefðu rutt sér til
rúms.47 Fram um 1900 hafði alþýða manna trú á vígslum Guð -
mundar góða og taldi til dæmis vígt vatn hans heilnæmt, en það
jafngildir ekki trú á dýrlinginn. Hann var ekki ákallaður, en gæsku
hans mundu menn og umhyggju fyrir þeim sem stóðu höllum fæti;
þetta er sá sem mætti nefna Guðmund þjóðtrúarinnar. Í seinni tíð er
fræðilegs áhuga á miðaldadýrlingum eins og Guðmundi farið að
gæta og orðið áberandi að fræðimenn í íslenskum bókmenntum og
sagnfræði nýti sögur helgra manna í fræðum sínum, þar með jar-
teinasögur, og geri sér far um að skilja eftir mætti trú miðaldamanna
á dýrlinga, helga dóma og kraftaverk.48 En um almennan áhuga er
varla að tala, enn sem komið er.
Dómsvald yfir klerkum
Í bréfi páfa frá 1194 kemur fram að leikmenn í Noregi megi ekki
dæma klerka.49 Guðmundur Arason kom út vígður 1203 og ríkti þá
mikill sáttavilji í garð kirkjunnar af hálfu Hákonar konungs í Nor -
egi, sem tók við af Sverri konungi, föður sínum. Hinn sáttfúsi
Hákon Sverrisson dó hins vegar við nýár 1204 og við tóku herskáir
menn um sinn.50 Má vera að það hafi valdið einhverju um að Kol -
beinn Tumason snerist gegn kröfunni um dómsvald árið 1205. Kem -
ur fram í Böglungasögu að Guðmundur góði varð í vígsluför sinni
hinn mesti vinur hins friðsama Hákonar.51
Friðvænlegra gerðist í Noregi 1206 og samið var um frið á árun-
um 1207‒1208, með aðild Þóris erkibiskups Guðmundssonar (1206‒
guðmundur góði, vondur biskup? 63
47 Jón Helgason biskup dró þetta fram. Guðmundur var „mesti frömuður hind-
urvitnatrúarinnar sem uppi hefir verið á Íslandi“, sagði hann. Sjá: Jón Helga -
son, Kristnisaga Íslands I, 88. Einar Ólafur Sveinsson gerði þetta síðar að
umræðuefni í riti sínu Sturlungaöld og Jón Jóhannesson tók þessa skoðun upp,
Íslendinga saga I, 250.
48 Um slíkar hræringar sjá Kirsten Wolf, „Medieval Icelandic hagiography: The
state of the art,“ Saints and their Legacies in Medieval Iceland, ritstj. Dario Bullitta
og Kirsten Wolf (Cambridge: D.S. Brewer, 2021), 11‒28.
49 Norske middelalder dokumenter, útg. Sverre Bagge, Synnøve Holstad Smedsdal
og Knut Helle (Bergen-Oslo-Tromsø: Universitetsforlaget, 1973), 64, 70, 74‒75.
50 Knut Helle, Norge blir en stat 1130‒1319. Håndbok i Norges historie 3 (Bergen-
Oslo-Tromsø: Universitetsforlaget, 1974), 94‒96.
51 Hákonar saga Hákonarsonar I, útg. Þorleifur Hauksson, Sverrir Jakobsson og Tor
Ulset, Íslenzk fornrit XXXI (Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 2013), 4.