Saga - 2022, Blaðsíða 66
1214). Ísland mun hafa verið spegilmynd Noregs að þessu leyti.52
Hérlendir leikmenn voru fúsir til að hlíta úrskurði erkibiskups 1207
um dómsvald yfir klerkum en ekkert varð af. Árið 1211 boðaði erki-
biskup Guðmund og foringja leikmanna á sinn fund; tveir leikir for-
ingjar fóru og komu heim 1214. Guðmundur komst ekki utan fyrr
en þá. Eftir þetta er ekki getið deilna um dómsvald yfir klerkum og
ekki heldur bannfæringa. Þetta skildi Jón Jóhannes son þannig að
erkibiskup hefði áminnt Guðmund og hann látið af kröfunni um
dómsvald.53 Því er haldið fram að barátta Guðmundar fyrir dóms-
valdi hafi „engu skilað“, heldur aðeins „eflt ófrið“.54 Varla er þó lík-
legt að erkibiskup hafi slakað svo mikið til, hitt er líklegra að foringjar
leikmanna hafi fallist á kröfu kirkjunnar um dómsvald yfir klerkum,
í einhverju formi. Samkvæmt Kristinrétti Árna biskups Þorlákssonar
frá 1275 skyldi kirkjan hafa dómsvald í klerkamálum en sektagjöld
falla í hlut konungs eða kirkju.55 Kannski var komist að slíku sam-
komulagi í tíð Guðmundar en mun lítt hafa reynt á það, enda bisk -
up sjaldnast í aðstöðu eftir 1218 til að dæma eða innheimta sektir.
Fyrirætlun um framkvæmd dóma yfir klerkum og sektir þeirra
sem hlífðu klerkunum var hið beina tilefni þegar Kolbeinn fór með
her manns að Hólum 1208. Reyndist Kolbeinn þá lítt fús til mála -
miðlana og Magnús Stefánsson segir að hann hafi verið ein þykkur
og bardaginn sem fylgdi, kenndur við Víðines, orðið afleiðing þess.
Þetta er athyglisvert þar sem Magnús telur jafnan að Guðmundur
hafi gefið tilefni til átaka. Kolbeinn fékk stein í höfuðið og dó í
Víðinesi; menn Guðmundar sögðu að sá hefði komið af himnum.56
Niðurstaðan hlýtur að vera sú að Guðmundur hafi verið áhuga-
samur og fylginn sér og reynst eitilharður erindreki kirkjunnar.
Hjalti Hugason segir þó að krafan um dómsvald yfir klerkum hafi
verið heldur róttæk, Guðmundur gengið „mjög freklega fram“ og
helgi þorláksson64
52 Sjá um spegilmynd: Helgi Þorláksson, „Rómarvald og kirkjugoðar“; Helle,
Norge blir en stat 1130‒1319, 96‒99.
53 Jón Jóhannesson, Íslendinga saga I, 245.
54 Jón Þ. Þór, „Dýrlingur alþýðunnar,“ 50.
55 Guðrún Ása Grímsdóttir, „Um afskipti erkibiskups af íslenzkum málefnum á
12. og 13. öld,“ einkum 37‒38.
56 Byskupa sögur II (1953), 411‒412 (steinn kom úr lofti ofan); Byskupa sögur III
(1953), 264 (guðleg hefnd); Sturlunga saga I (1946), 248‒49 („steinshögg“, óvíst
hver „kastaði“, sbr. Guðmundar sögur biskups I, 157 (GA)). Sjá og Hrafns saga
Sveinbjarnarsonar in sérstaka. Sturlunga saga I, útg. Guðni Jónsson (Reykjavík:
Íslendingasagnaútgáfan, Haukadalsútgáfan, 1953), 417.