Saga - 2022, Síða 67
hefði kannski getað farið leið samninga og málamiðlunar.57 Erfitt er
þó að sjá að margumtöluð „óbilgirni“ Guðmundar hafi verið meiri
en óbilgirni Kolbeins.
Kolbeini fannst Guðmundur einkum harður að því leyti að hann
beitti forboði og bannfæringu harkalega.58 Forboð eða bannfæring
var Guðmundi alveg heimil og Þorlákur biskup gat verið honum
fyrirmynd um þetta en álitamál er hvort Guðmundur hafi gengið of
langt. Fyrir liggur að Guðmundur átti fleiri fyrirmyndir en Þorlák,
þá Ambrósíus biskup í Mílanó og Tómas Becket, erkibiskup í
Canterbury (Kantaraborg). Þeir vöktu aðdáun í röðum guðsmanna
á tíma Guðmundar fyrir harðfylgi í átökum við foringja leikmanna.
En til er enn nærtækari fyrirmynd, Eiríkur Ívarsson, erkibiskupinn
sem vígði Guðmund. Hann fylgdi afdráttarlausri stefnu í baráttu
fyrir réttindum kirkjunnar í Noregi og var einarður mjög þegar
hann deildi við Sverri konung. Árið 1190 flýði Eiríkur til Lundar í
Danmörku og hélt baráttunni áfram þaðan. Átökin hörðnuðu og
páfi gaf út fyrirmæli sem gerðu erkibiskupi kleift að bannfæra Sverri
konung árið 1194. Páfi skipaði fyrir um allsherjarbann árið 1198 á
landshluta í Noregi þar sem fólk fylgdi Sverri. Ekki kemur fram að
þessu hafi verið hrint í framkvæmd en hins vegar dó Sverrir í banni
1202. Þegar Hákon Sverrisson tók við af föður sínum 1202 sættist
hann við erkibiskup sem kom þegar heim frá Lundi.59 Það er varla
djörf tilgáta að Eiríkur, sem sat í friði 1203 sem sigurvegari í deil -
unni, hafi brýnt Guðmund og hvatt til dáða.60 Guðmundur mun
hafa litið þannig á að hann ætti að fylgja málum fast fram og beita
bannfæringu ef þurfa þætti. Guðmundur aflétti í sáttaskyni öllum
bannfæringum 1207, en átti þó eftir að bannfæra að nýju.
Hin margumtalaða „óbilgirni“ Guðmundar verður varla rakin til
persónuleika hans heldur lýsir hún pólitískri stefnu. Höfundar á
tímum sjálfstæðisbaráttu sem felldu sig illa við kröfur Guðmundar
um dómsvald yfir klerkum og einarða framgöngu hans í því sam-
guðmundur góði, vondur biskup? 65
57 Hjalti Hugason, „Átök um samband ríkis og kirkju,“ 146.
58 Sturlunga saga I (1946), 245‒246.
59 Helle, Norge blir en stat 1130‒1319, 87‒89.
60 Hjalti Hugason segir að fordæmi Eiríks kunni „að ráða nokkru um „stíl“
Guðmundar í samskiptum hans við höfðingja“ en leitar þó frekar að persónu-
bundnum skýringum, hugarfarslegum og sálfræðilegum, sbr. „Guðmundur
Arason. Kynlegur kvistur úr röðum Viktorína,“ Ritröð Guðfræðistofnunar 17
(2003): 161–192, sjá 170; sami, „Átök um samband ríkis og kirkju,“ 139‒141.