Saga - 2022, Page 72
stofu“ í Ási hjá Arnóri.72 Framkoma Arnórs hlýtur að teljast fanta-
skapur en fræðimenn hafa fundið henni ýmislegt til málsbóta. Bogi
Th. Melsteð taldi að „lýður“ hefði safnast fyrir á Hólum og „allt
verið uppetið“ þegar Arnór neyddist til að bregðast við.73 En þetta
kemur ekki fram í heimildinni.
Hver var stefna Arnórs um fjármálastjórn á Hólum? Hann stýrði
einn fjármálum staðarins frá 1209, þegar Guðmundur var brott rek-
inn, og til 1211. Reynt var að koma á sáttum með þeim Guðmundi
vorið 1211. Arnór bauð að biskup kæmi á staðinn en „stýrði ekki
fleira en klerkum og tíðum“, því hann ætlaði sjálfum sér fjármála-
stjórn.74 Þá um sumarið kom áminningarbréf Þóris erkibiskups sem
boðaði Arnór á sinn fund næsta ár, 1212, en hótaði illu ef hann færi
ekki að fyrirmælum. Við þetta sljákkaði í Arnóri og biskup fór til
Hóla haustið 1211 og sat þar án afskipta Arnórs. Fór Arnór síðan til
Noregs 1212 og kom út 1214. Biskup var líka boðaður og komst til
Noregs 1214.75
Þegar Arnór var í burtu 1212‒1214 hafði Snorri Sturluson héraðs -
stjórn í Skagafirði eða í öllu ríki Arnórs. Vinátta var með þeim
Guðmundi og er ekki ótrúlegt að Snorri hafi verið biskupi innan
handar um fjármál Hóla, eitthvað í líkingu við það sem gilti um
sunnlenska höfðingja í tíð Þorláks.76 Guðmundur hafi þá stýrt fjár-
málum en getað leitað ráða hjá vini sínum Snorra. Um þetta eru að
vísu engin gögn en átaka er ekki getið.
Arnóri var í mun að koma í veg fyrir skólahaldið 1218 og höf-
undar hafa fundið því málsbætur. Jón Jóhannesson talaði um presta-
skort en taldi þó aðalatriði að Guðmundur hefði ætlað sér að koma
upp liði skoðanabræðra þegar skólapiltar væru orðnir vígðir prestar.
Ber þá svo að skilja að biskup hefði getað orðið enn hættulegri en
ella. Jón sagði að Arnór myndi hafa áttað sig á hvar fiskur lá undir
steini. Magnús Stefánsson tók undir þetta. Löngu fyrr hafði Björn
helgi þorláksson70
72 Sama heimild, sama stað.
73 Bogi Th. Melsteð, Þættir úr Íslands sögu, 210.
74 Sturlunga saga I (1946), 255. Sjá lesbrigði, „réði meira“ fyrir „stýrði fleira“,
Sturlunga saga eða Íslendinga sagan mikla II, útg. Guðrún Ása Grímsdóttir,
Íslenzk fornrit XXI (Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 2021) , 69.
75 Sturlunga saga I (1946), 255‒256. Sturlungu má skilja þannig að Arnór hafi farið
úr landi 1213 en það kemur ekki heim við annála og mun rangt, sbr. Sturlunga
saga I (1946), 260, 559.
76 Um Snorra nyrðra sjá Sturlunga saga I (1946), 333.