Saga - 2022, Blaðsíða 74
Arnór hlaut þau eftirmæli þegar hann féll frá að hann hefði verið
„besti drengur“. Framkomu hans við Guðmund 1218‒1219 má
kannski skýra þannig að hann taldi Kolbeins bróður síns ekki hefnt
til fullnustu. Þegar Arnór og aðrir höfðingjar sóttu að Guðmundi á
Hólum árið 1209 flýðu menn hans í kirkju. Arnór gaf Guðmundi tvo
kosti. Hann skyldi leysa menn úr banni og þá skyldi sumum mönn-
um hlíft í kirkjunni en Guðmundur yrði að fara endanlega frá
Hólum. Gengi biskup ekki að þessu skyldu allir menn drepnir sem
í kirkju voru en biskup fluttur „af staðnum svívirðilega“. Guðmundur
kaus hvorugan kostinn. Snorri Sturluson tók þá Guðmund í vernd
sína og hann fór á brott með honum frá Hólum en þeir Arnór drápu
menn, rændu á staðnum og lögðu síðan fjársektir á marga, oft þung-
ar. Hugsanlegt er að Arnóri hafi þótt hótun sinni gagnvart biskupi
1209 enn ófullnægt 1218 og ekki unað við það. Og flutningur Guð -
mundar úr landi var kannski hugsaður þannig að þá væru menn
lausir við hann um sinn.80
Guðmundur átti öfluga stuðningsmenn, Eyjólf og Einar, son
Hrafns Sveinbjarnarsonar, goða á Eyri, og fleiri sem mynduðu flokk
og fylgdu biskupi að vestan norður í „sýslu“ hans 1220. Þeir komu
við á Hólum, fóru þaðan í Eyjafjörð og síðan áfram í Reykjadal
þegar Eyfirðingar, undir forystu Sighvats á Grund, höfðu neitað að
taka við þeim. Biskup vígði kirkjur í Reykjadal, svo þetta var eins
konar vísitasía undir vernd vopnaðra manna. Bergþór Jónsson,
vinur biskups, prestur og höfðingi á Stað í Steingrímsfirði, kom til
liðs við hann „og hafði hann nær tíu tigu manna“, segir sagan og
mun átt við biskup. Sumir góðbændur í Reykjadal tóku biskupi vel
en aðrir síður, þótti biskupsflokkurinn íþyngjandi. Biskup hefur
væntanlega notið tíundar sinnar en þess er ekki getið. Loks komu
Sighvatur og Arnór á vettvang með her manns á Helgastaði, beittu
lið Guðmundar ofbeldi og það tvístraðist. Biskup hélt biskupsstörf-
um áfram í norðursveitum en var loks hótað af Eyfirðingum og fór
þá til dvalar suður í Odda.81 Förumanna og annarra fátæklinga er
ekki getið í liði biskups nyrðra og ekki útskýrt hvernig skilja beri
ofbeldi þeirra Sighvats og Arnórs. Áður en goðarnir komu til hafði
biskup lagt áherslu á að forðast átök.82 Þá er athyglisvert að biskup
helgi þorláksson72
80 Sturlunga saga I (1946), 252, 287.
81 Sama heimild, 279.
82 Sama heimild, 274‒277. Oren Falk hefur skrifað rækilega um bar dagann á
Helgastöðum og brýtur frásagnir Guðmundarsagna til mergjar en sniðgengur