Saga - 2022, Qupperneq 75
og menn hans voru á „stöðum“, þágu veislu í hinum auðuga stað
Múla og gistu á hinum stórríku Grenjaðarstöðum og líka á staðnum
Stað í Kinn.83 Dvöl á stöðunum gæti bent til að biskup og foringjar
með honum hafi viljað hlífa bændum almennt.
Árið eftir, 1221, fylgdu stuðningsmenn biskupi norður að Hólum
þegar liðið var á haust. Í forystu var Þórður Sturluson og hvarf
þegar á braut. Dreif þá til Guðmundar „margt manna og gekk upp
allt sumarbúið“, að sögn, og mun átt við eitthvað matarkyns,
kannski dilka og sumarungviði, fremur en nýjan mjólkurmat. Hér
vantar vitneskju um það hvernig búið stóð eftir fjarveru Guð -
mundar 1218‒1221. Síðar meir voru venjulega til gömul smjörfjöll á
Hólum, varabirgðir, og kann að hafa verið svo 1221. Ekki er getið
fátækra eða förumanna heldur var með Guðmundi „margt röskra
manna“, sem voru tilbúnir að verja hann.84 Þarna var Eyjólfur Kárs -
son meðal annarra.
Arnór fór til Noregs 1221 og dó þar um veturinn. Bændur í
Skagafirði réðu Tuma Sighvatsson til að taka við staðnum á Hólum,
strax fyrir jólaföstu 1221, og Guðmundur hraktist brott með lið sitt.
Liðsmenn Guðmundar urðu Tuma að bana, að sögn mjög í óþökk
biskups. Sighvatur faðir Tuma tók að sér forystu fyrir Skagfirðing -
um. Guðmundur var í Noregi 1222‒1226 og Sigurður erkibiskup var
harðorður í bréfi í garð feðganna, Sighvats og Sturlu, fyrir fram -
komu við Guðmund biskup og menn hans. Þeir sættust við biskup
og Sturla fékk aflausn í Róm 1233. Guðmundur var í burtu frá
Hólum 1232‒1234 en lifði að sögn sem eins konar einsetumaður á
staðnum 1234‒1237. Kolbeinn ungi Arnórsson mun þá hafa ráðið
fyrir búi og fjárvarðveislu en Guðmundur gerðist lasinn og aldraður
og dó 1237.85
Fræðimenn hafa lengi trúað því að Guðmundur hafi verið rati í
fjármálum. Rökin eru endurtekin ummæli um að höfðingjar og
bændur hafi óttast að búið á Hólum kæmist í þrot.
guðmundur góði, vondur biskup? 73
Íslendingasögu Sturlu að mestu, sbr. Violence and Risk in Medie val Iceland. This
Splattered Isle (Oxford: Oxford University Press, 2021), 55‒111.
83 Magnús Stefánsson, Staðir og staðamál. Studier i islandske egenkirkelige og beneficial -
rettslige forhold i middelalderen I. Historisk institutt i Bergen, skrifter 4 (Bergen:
Universitetet i Bergen, Historisk institutt, 2000), 61, 100, 178; Íslenzkt fornbréfa -
safn II (Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmentafélag, 1893), 431‒434 (Grenj -
aðar staðir, 7 klerkar), 434‒435 (Múli, 4 klerkar), 436 (Staður, 2 klerkar).
84 Sturlunga saga I (1946), 287, sbr. 286.
85 Magnús Stefánsson, Kirkjuvald eflist, 132‒134.