Saga - 2022, Blaðsíða 76
Sverrir Jakobsson beinir ekki athygli að ætluðum fjáraustri Guð -
mundar heldur viðleitni leikra höfðingja við að stjórna fjármálum
stólsins.86 Þetta er mikilvægt og skal dregið enn betur fram. Auðsætt
er hver hagur Ásbirningum hefur verið af því að stjórna búinu á
Hólum eins og það væri þeirra, og þar með ráðstafa jörðum stólsins
sem munu hafa verið um 70 undir lok þrettándu aldar, eða hátt í
það.87 Sigurður Nordal gagnrýndi Guðmund en taldi þó að Kol -
beinn Tumason hefði viljað njóta eigna stólsins.88 Í Íslendinga sögu
segir Sturla við árið 1209: „Nú setjast þeir Arnór og Sigurður
[Ormsson] yfir staðinn og alla staðarins eign og skipa menn til að
taka tíundir biskups og allar hans eignir“.89 Árið 1211 bauð Arnór
að hleypa biskupi heim á stólinn en vildi ráða fjármálum sjálfur.
Magnús Jónsson var ekki í vafa um að Guðmundur hefði verið „lítt
fær um alla fjárstjórn“ og safnað að sér „sæg förumanna og sólund -
að fé stólsins“. Hann ritaði bók um Ásbirninga og fór lofsamlegum
orðum um Kolbein Tumason en gat ekki orða bundist um fram komu
Arnórs við Guðmund 1218 og árásir á skólasveina. Hann ritaði: „Hér
sýnir Arnór beinan yfirgang og hefur hann ekki viljað skerða tekjur
stólsins með skólahaldi, en sjálfur hefur hann senni lega notið góðs
af“.90 Sagt var einnig að Tumi Sighvatsson færi með eignir stólsins
eins og föðurleifð sína 1221‒1222. Á bilinu 1222‒1228 eða svo stjórn -
aði Sighvatur Sturluson á Hólum og mun hafa viljað fá eitthvað fyrir
sinn snúð. Arngrímur Brandsson segir að hann hafi hirt biskups-
tíundir í Eyjafirði, tíundarfé sem Guðmundi bar, og það er ekki ótrú-
helgi þorláksson74
86 Sverrir Jakobsson, Auðnaróðal. Baráttan um Ísland 1096‒1281 (Reykjavík: Sögu -
félag, 2016), 124, 128‒129, 146. Reyndar telur Sverrir að leikmenn hafi stuðst
við venju um að stjórna fjármálum stólanna að öllu leyti, sbr., „Saints and poli-
ticians. The bishops of Hólar in troubled times,“ Viking and Medieval Scandi -
navia 14 (2018): 193‒210.
87 Björn Teitsson, „Um jarðeignir Hólastóls,“ Saga biskupsstólanna, aðalritstj. Gunnar
Kristjánsson, ritstj. Óskar Guðmundsson ([Akureyri]: Bókaútgáfan Hólar, 2006),
459–489, hér 462.
88 Sigurður Nordal, Íslenzk menning, 319.
89 Sturlunga saga I (1946), 254. Sjá lesbrigði, „… auk alla staðarins eign og skipa
mönnum …“, sbr. Sturlunga saga eða Íslendinga sagan mikla II, 68.
90 Magnús Jónsson, Ásbirningar, Skagfirzk fræði I (Sögufélag Skagfirðinga, 1939),
59, sbr. 54 og 57. Marlene Ciklamini gerir harkalega framgöngu Ásbirninga að
umræðuefni, „Battling Bishop Guðmundr and the liberty of the Church. The
function of kinship,“ Germanisches Altertum und christliches Mittelalter. Festschrift
für Heinz Klingenberg, ritstj. Bela Brogyanyi og Thomas Krömmelbein (Ham -
burg: Verlag Dr. Kovaĉ, 2002), 5‒27.