Saga - 2022, Page 77
legt.91 Árni Jónsson ábóti orti á fjórtándu öld og hafði fyrir satt að
andstæðingar Guðmundar hefðu tekið fé stólsins og deilt út.92
Gunnar F. Guðmundsson ritar að Guðmundur hafi flúið bisk-
upsskyldur sínar með flakki, eins og nefnt var.93 Þetta er skiljanlegt,
biskup fór stundum úr biskupsdæmi sínu en ekki er alltaf sem
ljósast af hverju. Árin 1204 til 1209 virðist hann þó hafa dvalist all-
samfellt á Hólum og aftur 1211 til 1214, eins og kemur fram í svo-
nefndri Ævi Guðmundar biskups, tímasettum minnisatriðum um
lífshlaup hans eða æviannál.94 Hins vegar var hann ítrekað hrakinn
frá Hólum eða völd tekin af honum, fyrst 1209 og svo 1218 og oftar.
Hann kom til landsins 1226, eftir fjögur ár í Noregi, og leitaðist við
að vera á Hólum. Hann mun hafa verið þar 1226‒1227, fór til Al -
þingis 1227 og var þar með Snorra, en fékk síðan skilaboð frá Sig -
hvati Sturlusyni um að hann skyldi ekki ætla sér að fara norður til
sveita. Hann neyddist þá til að dveljast í Hvammi í Dölum veturinn
1227‒1228. Segir í Ævi Guðmundar biskups að hann hafi verið á
Hólum þrjá vetur „í nauðum“ 1228‒1231.95 Var þá Kolbeinn ungi
kominn til forystu fyrir Ásbirningum. Biskup var í Steingrímsfirði
haustið 1230 en á Hólum um veturinn. Árið 1231 lét Kolbeinn ungi
reka Guðmund frá Hólum og hann var á Alþingi með Snorra um
sumarið, síðan „á flakki“ vestra en vestlenskir höfðingjar greiddu
för hans heim „í sýslu sína“ og var hann þá á Skinnastöðum um vet-
urinn 1231‒1232. Árið 1232 lét Kolbeinn ungi setja hann í varðhald
á Hólum.96 Biskup var í Laufási um haustið, síðan í eins konar
útlegð í Höfða í Eyjafirði 1232‒1234 og loks veikburða á Hólum
1234‒1237. Hér er ályktað að hin illa meðferð á Guðmundi og
endur tekinn brottrekstur hans frá Hólum hafi verið liður í aðferð
norðlenskra höfðingja við að auka völd sín og tekjur. Möguleikar
Guðmundar til að stýra stólnum hlutu að vera takmarkaðir.97 Ekki
guðmundur góði, vondur biskup? 75
91 Byskupa sögur III (1953), 342.
92 Den norsk-islandske skjaldedigtning, A. II, 422 (49. er.).
93 Gunnar F. Guðmundsson, Íslenskt samfélag og Rómakirkja, 64.
94 Ævi Guðmundar biskups í Guðmundar sögur biskups I, 3‒13, sbr. xxvii‒xxx.
95 Sturlunga saga I (1946), 318. Ævi Guðmundar biskups í Guðmundar sögur biskups
I, 12.
96 Sturlunga saga I (1946), 335‒337, 342, 344‒346. Ævi Guðmundar biskups í
Guðmundar sögur biskups, 12‒13.
97 Stundum mun biskup hafa vísiterað kirkjur á ferðum sínum nyrðra og þá ætti
orðið „flakk“ illa við. Sem prestur á sinni tíð fór hann vissulega víða en það
merkir vart að hann hafi hagað sér eins sem biskup.